Verði búð og það varð búð – Ný þáttaröð

Í fréttum er þetta helst:

Loksins sé ég fram á að hafa tíma til að sofa, borða, blogga og sinna öðrum frumþörfum mínum. Buðum vinum og ættingjum í kaffi í gær og í dag opnar míns eigins ostagerð; fullkomna búðin okkar Eyrúnar seyðkonu; Nornabúðin -hin eina sinnar tegundar á Íslandi, formlega á Vesturgötu 12. Hinn illi Mammon hefur lagt blessun sína yfir oss, dýrð sé honum. Halda áfram að lesa

Kukl

-Hvað ertu eiginlega að gera? spurði Elías
-Útbúa dræsugaldur, svaraði ég.
-Dræsugaldur???
-Já, þessir hlutir sem þú sérð hér á borðinu eru notaðir til að galdra vörtur, líkamshár og fleira ógeðsbögg á dræsur sem manni er illa við, útskýrði ég og kepptist við að sauma. Halda áfram að lesa

Sem skiptir öllu máli

-Elska ég þig?
-Ætti ég ekki að spyrja þig að því?
-Elska ég þig eins og á að elska?
-Þú ert góður við mig. Mér líður vel með þér.
-En svarar samt ekki spurningunni?
-Drengur sem ég þekki sagði einu sinni að það hversu mikið maður elskar einhvern ráðist af því hversu heitt maður þráir návist hans.
-Hann á við að ástin sé eigingjörn?
-Hvað heldur þú um það? Halda áfram að lesa

Leyndarmál

-Áttu leyndarmál? segi ég við Elías.
-Allir eiga leyndarmál, svarar hann.
-Ég á ekki við þessi venjulegu leyndarmál sem konur segja bara einum í einu og karlar bara kærustunni sinni eða besta vininum heldur alvöru leyndarmál sem þú segir engum.
-Allir eiga eitt eða tvö svoleiðis.
-Ekki ég.
-Nú lýgurðu.
-Nei, ég lýg ekki. Ég er sögupersóna og sögupersónur eiga ekki leyndarmál.
-Viltu að ég segi þér leyndarmál?
-Já takk.
-Finnst þér þá að þú eigir meira í mér?
-Nei. Þá finnst mér eins og þú sért af mínum heimi, sögupersóna eins og ég. Sem þarf engin leyndarmál. Halda áfram að lesa

Grænblár

Ég hef ekki fengist við ljóðaþýðingar fyrr og var eiginlega að hugsa um að gefa verkið frá mér. Það er svo gott á ensku. Merkingin svo margræð og ég var alveg viss um að mér yfirsæist eitthvað. Búin að skoða margar túlkanir á netinu en vissi að eitthvað vantaði. Stundum er engu líkara en lausnin komi að ofan þótt ég efist um að guðdómurinn standi fyrir því sem kom fyrir mig í þetta sinn. Halda áfram að lesa