Rétt svar komið

Og vinningshafinn er Mossmann!

Til lukku Mossmann. Sendu mér tölvupóst á eva@nornabudin.is eða komdu við í búðinni hjá mér milli 14 og 18 einhvern næstu daga, til að láta mig vita hvað þú vilt sjá á sviði og hvenær.

Verðlaunagetraun

Nú ætla ég að veita þeim fyrsta sem svarar tveimur spurningum rétt, viðurkenningu. Verðlaunin eru tveir miðar á leiksýningu að eigin vali.

Spurningarnar eru þessar:

-Hvaða fyrirtæki sér um umhverfismat fyrir álverið sem mun væntanlega rísa á Reyðarfirði?
-Hverskonar fyrirtæki var lokað vegna mengunar, á Reyðarfirði í mars árið 2003?

Ný klukka – skrýtnir hlutir sem ég fíla og fíla ekki

Nesk skoraði á mig að segja frá einhverjum 5 atriðum sem ég er hrifin af þótt flestir aðrir séu það ekki og öfugt. Mér skilst að þetta sé eitthvað út frá klukkleiknum. Þar sem sápuópera tilveru minnar er þessa dagana of dramatísk til að teljast birtingarhæf (eins og svo oft áður) ætla ég að taka áskoruninni. Halda áfram að lesa

Viðvörun frá karlaathvarfinu

Kunningi minn hefur sent mér athyglisvert bréf sem á vissulega erindi við almenning og leyfi ég mér hér með að birta það ásamt svari mínu.

Viðvörun frá lögreglu og karlaathvarfinu

Lögreglan vill hvetja alla karlmenn, einkum þá sem stunda næturlíf, ráðstefnur, jólahlaðborð og knæpur, til að vera vel á verði og afar varkára þegar kvenfólk býður upp á drykk. Halda áfram að lesa