Rúðubrotsmálið

Allt sem ég hef að segja um rúðubroin núna um áramótin er á moggablogginu mínu. (Sem nú er einnig aðgengilegt á Pistlinum)
Ég hef haft lítinn tíma til að sinna persónulegum málum undanfarið en nú eru að gerast þannig hlutir í lífi mínu að líkur eru á að sápuóperan verði bráðum meira í ætt við þá sem lesendur mínir til langs tíma eiga að venjast.

 

Fimm

Skrýtin þessi tilfinning, þegar manni er að byrja að þykja vænt um einhvern og er meðvitaður um að maður ræður algjörlega hvað maður gerir við þá tilfinningu.

Maður getur nært hana eða svelt, riðið á vaðið eða beðið átekta.

Og þegar maður vill hvorugt er alltaf hægt að kyssa hann á ennið og kanna viðbrögðin.

Hvort eitthvað er úr þeim lesandi er önnur saga.

Jól að bresta á

Í gamla daga var tilgangur jólanna sá að hafa einn dag á ári þegar allt átti að vera dýrðlegt. Fullkomið. Nóg að borða og maturinn m.a.s. góður. Allt hreint. Allt upplýst, og dálítið af fallegu skrauti til að gleðja augað. Tilefni til að nota sparifötin og allir áttu að fá eitthvað nýtt. Frí frá öðrum verkum en þeim nauðsynlegustu. Ponkulítil gjöf handa hverjum og einum. Allir glaðir. Fólk hlakkaði til þessarar hátíðar í margar vikur. Halda áfram að lesa