Jól að bresta á

Í gamla daga var tilgangur jólanna sá að hafa einn dag á ári þegar allt átti að vera dýrðlegt. Fullkomið. Nóg að borða og maturinn m.a.s. góður. Allt hreint. Allt upplýst, og dálítið af fallegu skrauti til að gleðja augað. Tilefni til að nota sparifötin og allir áttu að fá eitthvað nýtt. Frí frá öðrum verkum en þeim nauðsynlegustu. Ponkulítil gjöf handa hverjum og einum. Allir glaðir. Fólk hlakkaði til þessarar hátíðar í margar vikur.

Í dag eru allir dagar fullkomnir. Og svo erfitt að toppa dýrðina sem við búum við að margir kvíða þessari hátíð í margar vikur.

Þrátt fyrir andúð mína á þeirri stefnu að fara á límingunum af stressi á aðventunni og ramba á barmi gjaldþrots fram á vorið, hef ég einarðlega barið niður allar tillögur sona minna um að sleppa jólahaldi en sú tillaga hefur komið fram á hverri einustu aðventu undanfarin 7 ár. Jól skulu haldin á mínu heimili, að vísu af hófsemi en þó með steikinni, gjöfunum og sálitlu skrauti. Og það er ekki í boði fyrir syni mína að mæta ekki. Jólin snúast nefnilega fyrst og fremst um að vera saman, í fríi, brjóta upp svartasta skammdegið og láta eftir sér að vera pínulítið væminn og í svolítið hátíðlegra skapi en venjulega.

Það er táknrænt að við skulum óska hvert öðru gleðilegra jóla, ekki ríkulegra jóla eða fitandi jóla. Jól eiga að vera gleðileg, hvernig sem aðstæður eru í samfélaginu og það væri uppgjöf að leyfa kristninni og kapítalismanum að ræna okkur því.

Og þar með ætla ég að hræra í sósunni því þetta snýst líka svolítið um góða sósu.

Ég óska lesendum gleðilegra jóla.

 

One thought on “Jól að bresta á

 1. ————————-

  Gleðileg jól! 🙂

  Posted by: anna | 24.12.2008 | 22:07:08

  ————————-

  OK
  hó hó
  á jólunum er gleði og gaman.
  ég hef í nokkur skipti reynt að hunsa jólin, en þau koma samt.
  og maður á að njóta þeirra og halda í samveru og bera virðingu fyrir gömlum hefðum en samt ekki festa öll jól í sama formi.
  ég geri alltaf smáar sem stórar breytingar og það er bara hollt fyrir gleðina.
  Hó hó á jólunum er gleði og gaman.rífa og tæta, það er gaman að gefa litlum krakka stóran pakka. he he. hlakka bara til að verða afi.
  jóla kveðja, frá þeim lægst setta en orku mesta innan baugs. og þar er ég búin að draga línu sem þeir fá ekki bakkað mér frá því ég er með vegg á bak við mig og stend því ekki við bjargbrún. kannski mun varðhundur græðgispúkana standa andspænis mér einum eins og gerðist tvisvar í dag. og ég óttast hann ekki því það er veggur á bak við mig og ég hef uppsafnað en hann og þeir standa í lausu lofti en hafa ekki hugmynd um þaðn enn þá. hálfvitar. ég bíð eftir að varðhundarnir gjammi því þá gef ég þeim á kjaftin.

  Posted by: gard | 24.12.2008 | 23:15:41

  ————————-

  Gleðileg jól.

  Posted by: Sveinn | 25.12.2008 | 1:23:21

  ————————-

  Ánægjulegt að lesa sannan jólaboðskap. Eva, Haukur og Darri, ég óska ykkur gleðilegra jóla.

  Posted by: Alexander | 25.12.2008 | 16:16:07

  ————————-

  Gleðileg jól!

  Posted by: Kristín | 25.12.2008 | 17:08:10

  ————————-

  Ég óska þér gleðilegra jóla austan af landi þar sem ég sit afvelta og svitnandi eftir jólamatinn. 🙂
  *knús*

  Posted by: Gísli Friðrik | 25.12.2008 | 20:55:18

  ————————-

  Gleðilega rest:)

  Posted by: baun | 26.12.2008 | 0:54:45

  ————————-

  Jólin og allt það 🙂

  Posted by: Siggadís | 27.12.2008 | 20:17:36

Lokað er á athugasemdir.