Paranoja

Eva: Ég er að hugsa um að sinna sjálfri mér.
Birta: Mikið var, þetta er orðin vítaverð vanræksla gagnvart jafn ágætu hliðarsjálfi og ég er.

Birta: Jæja. Eftir hverju erum við að bíða?
Eva: Nei bara, ég er að hugsa um hvort ég eigi að nenna að fara fram úr og rífa rafhlöðuna úr símanum.
Birta: Byrjar hún með þessa símaparanoju.
Eva: Margir halda því fram að það sé hægt að nota síma sem hlerunarbúnað þótt sé ekki verið að tala í þá.
Birta: Og það er að öllum líkindum kjaftæði.
Eva: Já en á hinn bóginn er möguleiki að það sé rétt.
Birta: Og hvað? Það er ekki eins og við séum að fara að skipuleggja sjálfsmorðsárás.
Eva: Nei, og mér er svosem sama þótt Björn Bjarnason frói sér yfir því þegar ég ræði steikingartíma svínakjöts við systur mína en ef ég er að fara útvega honum dónaskap, þá er lágmark að ég fái greitt fyrir það.
Birta: Æ góða. Rífðu bara í’ana og sendu svo karlinum reikning.
Eva: Hmmm… af því að hann myndi bara borga?
Birta: Jájá, annars sendum við Intrum á hann.

Birta: Jæja?
Eva: Ég heyri raddir rétt við gluggann. Eru þær ekta eða heldurðu að ég sé með ofsóknaræði?
Birta: Þær eru ekta. Fólkið í næstu íbúð er úti að reykja.
Eva: Þau reykja ekki. Og þau standa aldrei úti, hvað þá rétt við gluggann.
Birta: Það eru gestir hjá þeim. Í alvöru þetta er bara venjulegt spjall.

Eva: Hvað heldurðu að hafi orðið um manninn sem hvarf?
Birta: Ég veit það ekki en ég held ekki að hann finnist.
Eva: Af hverju er lögreglan ekki búin að lýsa eftir honum?
Birta: Af því að löggan veit allt um málið og þarf að hylja slóð sína.
Eva: Nú ert það þú sem ert paranojd.
Birta: Nei, ég er bara raunsæ. Þeir handtóku hann og misþyrmdu fyrir 3 vikum án þess að leggja fram kæru og nú er hann horfinn. Tilviljun?
Eva: Hvað í fjandanum gæti löggan haft á móti honum?
Birta: Það vitum við ekkert um, en við vitum að ef þeir hafa eitthvað á móti einhverjum þá hafa þeir líka vald til að láta hann hverfa.

Eva: Tekur virkilega svona langan tíma að reykja eina sígarettu?
Birta: Já. Í góðu veðri.

Birta: Jæja, þau eru farin.
Eva: Ok.
Birta: Og engin rafhlaða í símanum.
Eva: Nei.

Birta: Jæja?
Eva: Heldurðu að sé hægt að nota tölvu sem hlerunarbúnað?
Birta: Nei. Og ekki dvd spilarann og ekki danfosskerfið og ekki teketilinn heldur.
Eva: Ok, ég trúi þér.

Birta: Jæja?
Eva: Æ ég veit það ekki. Mig langar eiginlega ekkert lengur.

 

One thought on “Paranoja

 1. —————————-

  Sími: 543-4050

  Posted by: Emil Kraepelin | 31.12.2008 | 1:01:48

  —————————-

  OK
  sanctuary heitir bókin á frummáli – Griðaastaður heitir bókin á íslensku. útgefin snemma árs 2007 þar las ég fyrst um þetta að taka battery úr gsm síma til að forðast hlerun. já það býr margt í skáldsögum.
  paranoja, falið flashback söng bubbin. menn hafa framkvæmt skrítna hluti í paranoju og síðan falið sig undir sæng, jafnvel tekið sjónvarp úr sambandi og snúið því á hvolf.
  það besta sem hægt er að gera við paranoju er að fara út að hjóla.
  skemmtilegt þetta samtal á milli þín og Birtu.
  Eva, Birta og hver var aftur þriðja vinkonan?
  Ég hitti hana einu sinni ásamt þér og Birtu, en bara stutta stund og en fékk aldrei nafnið.

  Posted by: gard | 31.12.2008 | 2:09:56

  —————————-

  Garðar. Þú hefur einstakan hæfileika til þess að vera leiðinlegur.

  Posted by: Eva | 31.12.2008 | 2:16:13

  —————————-

  Emil. Þú virðist vera í vafa um kynferði þitt og nafn. Allavega ertu kona hérna:http://www.katrin.is/

  En hafðu ekki áhyggjur af því. Þú átt við miklu dýpri og eriðari vandamál að stríða.

  Posted by: Eva | 31.12.2008 | 2:23:11

  —————————-

  Er Birta ekki full bjarsýn og þarf hún ekki sólgleraugu?

  Posted by: Ásgeir | 31.12.2008 | 10:23:30

  —————————-

  OK
  fyrirgefðu !!!
  það var ekki ætlunin hjá mér að vera leiðinlegur. þú hlýtur að vera að misskilja mig eitthvað.
  Ég þekki paranoju og fleira frá unglingsárunum. Ég sigraði það allt saman.
  hafðu góð áramót.

  Posted by: gar | 31.12.2008 | 11:45:25

  —————————-

  Sá horfni kom í leitirnar um hádegi á gamlársdag. Hvorki löggur né bófar bera ábyrgð á hvarfinu. Árið endaði í sjúkketi.

  Ég hef á tilfinningunni að héðan af verði hver stóráfallalaus dagur sjúkket.

  Posted by: Eva | 1.01.2009 | 6:09:56

Lokað er á athugasemdir.