Skrýtin þessi tilfinning, þegar manni er að byrja að þykja vænt um einhvern og er meðvitaður um að maður ræður algjörlega hvað maður gerir við þá tilfinningu.
Maður getur nært hana eða svelt, riðið á vaðið eða beðið átekta.
Og þegar maður vill hvorugt er alltaf hægt að kyssa hann á ennið og kanna viðbrögðin.
Hvort eitthvað er úr þeim lesandi er önnur saga.
——————————————
OK
5 er þriðja minnsta frumtalan segir 11 ára sonur minn, prímtala.
en Fimm. hljómar eins og tilfinning. að vera fimm… ég hef ákveðnar skoðanir á því hvað það er að vera fimm.
á manni ekki að þykja vænt um og elska allan heimin?
mér þykir vænt um allan heimin og næstum allt sem í honum er,,,já ég Elska allan heimin eins og barn enda er heimurinn barnalegur og ég líka. mér þykir líka gaman af og vænt um að skilgreina hluti.
Posted by: gard | 28.12.2008 | 14:15:27