And I still haven’t found …

Eldhúsið fullt af undarlegasta fólki. Kertagerðarmaðurinn búinn að bræða upp kertastubba mánaðarins á gashellu, fer út með vaxið og Vínveitan stendur yfir honum og dregur stórlega í efa að nokkuð umfram bras og subbuskap komi út úr tilraunum hans til framþróunar á sviði kertagerðar. Halda áfram að lesa

Kvold á púbbinn

Partýið var ekki alveg að gera sig. Ég hafði vonast eftir nostalgísku syngisamkvæmi en einhvernveginn snerist það upp í íþróttamót þar sem allir áttu helst að taka þátt ellegar snarhalda kjafti á meðan hinir íþróttuðu. Ég rölti með Spúnkhildi og æskuunnustu mannsins sem átti ekki tíkall yfir á minn eigin vinnustað. Þar var rólegt, einu karlkúnnarnir í fylgd kvenna eða á aldur við föður minn og þar sem ég sá loksins hring Kynþokkaknippisins 2 dögum eftir að ég fékk frátekningu hans staðfesta hjá Pólínu, sá ég síst meiri ástæðu til að flagga táldráttarkjólnum þar en í samkvæminu. Halda áfram að lesa