Þann þriðja júlí 2008 hófst barátta fyrir réttindum flóttafólks á Íslandi fyrir alvöru. Atburði dagsins þekkja flestir. Eldhugarnir Jason Slade og Haukur Hilmarsson hlupu inn á flugbraut og röskuðu með því flugáætlun. Markmiðið var að hindra brottvísun pólitísks flóttamanns Pauls Ramses. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: beinar aðgerðir
Flugvallarhlaupið og áhrif þess
Þriðji júlí 2008. Síminn hringir um miðja nótt. Mér gremst því ég á erfitt með svefn og allir sem þekkja mig vita það. En Haukur hringir aldrei nema eiga erindi og hjartað tekur aukaslag þegar ég sé númerið. Halda áfram að lesa
Þjóðhátíðardeginum bjargað
Ég hélt að ég gæti afskrifað 17. júní enda þjóðin búin að missa sjálfstæði sitt. En þessi maður bjargaði deginum. Hér eftir held ég hann hátíðlegan til að minnast þess að enn eru til karlmenn á Íslandi.
![]() |
Þjóðfundur við Hólmatún |
Bruni
Gaza: Ég á að vera að gera eitthvað í því.
Hælisleitandi sem var búinn að fá vinnu missir hana og útlendingastofnun svarar með því að taka atvinnuleyfið af honum aftur: Kræst, ég á að vera að gera eitthvað í því. Halda áfram að lesa
Námskeið í beinum aðgerðum
Bara ekki rétta leiðin
Það er svosem rétt að þúsundir manna hafa dáið vegna utanrísisstefnu Georgs en að kasta skó í hann eru náttúrulega bara skrílslæti.
Við verðum að gera greinarmun á forsetanum Bush sem var bara að vinna vinnuna sína þegar hann lét drepa mann og annan, og manninum Bush, sem hefur ekkert af sér gert.
Það er kannski skiljanlegt að maðurinn sé reiður vegna allra þessarra dauðsfalla og hörmunga en hann verður að skilja að þetta er bara ekki rétta leiðin til að mótmæla. Auk þess skemmir svona skrílsháttur málstaðinn fyrir friðsömu mótmælendunum sem eru búnir að halda ræður og bera skilti allt frá upphafi Íraksstríðsins. Nú er öll þeirra vinna unnin fyrir gýg, vegna þessa ofbeldismanns.
![]() |
Skómaðurinn í haldi |
Fyrir vonlausan málstað
Sit með vinkonu, drekk rósavín með lakkrísröri og reyni að útskýra hversvegna sumt fólk vill endilega berjast fyrir vonlausan málstað. Halda áfram að lesa