Afglapaskrá lögreglunnar 1. ársfjórðungur

Janúar 2011

Það þarf mikið til að lögregluþjónn sé látinn víkja. Ætli það dugi að reyna að beita persónulegum tengslum sínum innan löggunnar til kærastan komist upp með að aka full? Eða þarf maður að ganga svo langt að afturkalla aðstoð neyðarlínunnar þegar kærastan hefur valdið slysi? Þetta reyndist vera einn og sami maðurinn. Hann fékk „tiltal“. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2011 -inngangur

Af og til birtast fréttir af undarlegum vinnubrögðum lögreglu og dómstóla, valdníðslu og jafnvel hreinu og kláru ofbeldi. Sjaldgæft er þó að kærur á hendur lögreglunni fari fyrir dóm enda kannski ekki við því að búast þegar um er að ræða stofnun sem hefur eftirlit með sjálfri sér. Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera til nein óháð eftirlitsstofnun eða embætti sem fylgist með störfum lögreglunnar og nú þegar við sjáum fram á að frumvarp um auknar njósnaheimildir lögreglu, verði lagt fram á Alþingi, er sérstök ástæða til þess að koma slíku embætti á. Halda áfram að lesa

Og þessu treystir fólk í blindni

Af öllum ofbeldisstofnunum ríkisvaldsins er lögreglan sú sem mest samskipti hefur við almenning og er mest í fréttum. Almenningur veit því töluvert mikið um lögregluna, vihorf hennar og vinnubrögð.

Af einhverjum dularfullum ástæðum lætur þessi hinn sami almenningur það yfir sig ganga að vera undir valdi stofnunar sem getur hvað eftir annað varið tíma og peningum til að eltast við friðarsinna með pappaspjald en neitar hinsvegar að aðhafast þegar um er að ræða:

Morðmál.

Barnslát vegna afglapa heilbrigðisstarfsfólks.
Dreifingu barnakláms í gegnum netaðgang saklausrar manneskju.
Týnd börn.
Dularfull mannshvörf.
Brot á nálgunarbanni vegna heimilsofbeldis.
Ofbeldi gegn dýrum.
Atvinnuglæpamenn sem m.a.s. viðurkenna opinberlega að standa í ólöglegri starfsemi.
Líflátshótanir.
Rökstuddan grun um þrælahald.

Gefur engar skýringar á ótrúverðugu „sjálfsvígi“ manns í vörslu lögreglunnar.
Lítur á harðræði sem getur jafnvel haft í för með sér heilsubrest eða dauða sem sjálfsögð vinnubrögð.
Gengur fram með ofbeldi.
Beitir ólöglegum rannsóknaraðferðum.
Og lýgur til um vinnubrögð sín.

Getur einhver útskýrt fyrir mér hversvegna almenningur sættir sig við þetta?

Afglapaskrá lögreglunnar

Ég hef ákveðið að taka saman afglapaskrá lögreglunnar.

Ég ætla strax að fara að halda afglapadagbók fyrir árið í ár, ekki seinna vænna, því afrekin hrannast upp. Mig langar einnig að safna saman atvikum frá fyrri árum en ætla að leggja alla áherslu á þetta ár til að byrja með. Mig langar að koma afglapaskrá áranna 2009 og 2010 í birtingu fyrir áramót  því þannig er alltaf hægt að bæta inn í síðar. Mér sýnist skráin fyrir 2009 vera orðin svo umfangsmikil að það krefjist töluverðrar vinnu að skrá og leggja út af öllum þeim fjölda atvika og til að ná þeim áhugaverðustu fyrir áramót þyrfti ég að fá aðstoð. Halda áfram að lesa