Afglapaskrá lögreglunnar

Ég hef ákveðið að taka saman afglapaskrá lögreglunnar.

Ég ætla strax að fara að halda afglapadagbók fyrir árið í ár, ekki seinna vænna, því afrekin hrannast upp. Mig langar einnig að safna saman atvikum frá fyrri árum en ætla að leggja alla áherslu á þetta ár til að byrja með. Mig langar að koma afglapaskrá áranna 2009 og 2010 í birtingu fyrir áramót  því þannig er alltaf hægt að bæta inn í síðar. Mér sýnist skráin fyrir 2009 vera orðin svo umfangsmikil að það krefjist töluverðrar vinnu að skrá og leggja út af öllum þeim fjölda atvika og til að ná þeim áhugaverðustu fyrir áramót þyrfti ég að fá aðstoð.

Ég bið þessvegna þá sem telja þörf fyrir svona skrá og muna eftir áhugaverðum dæmum um framgöngu lögreglunnar frá síðustu árum, hafa handbærar upplýsingar sem geta skipt máli, eiga myndir sem þeir vilja lána, þekkja til einstaka atvika og eru tilbúnir til að veita viðtöl eða geta bent á heimildamenn, að setja sig í samband við mig. Ég vil t.d. gjarnan komast í samband við manninn sem fékk kylfuhögg á höfðuðið í búsáhaldabyltingunni. Eins langar mig að ná í einhvern af aðstandendum mannsins sem hengdi sig í rúmteppi, útafliggjandi ífangaklefa í júní.

Ég er á facebook en einnig má senda mér tölvupóst á eva.evahauksdottir@gmail.com

 

One thought on “Afglapaskrá lögreglunnar

 1. —————————————-

  Þegar talð var við Lögreglustjórann í Reykjavík vegna lagana sem banna nektardans sagði hann c.a. þetta efnislega:

  „Erlendis eru nektarstaðir tengdir mansali og skipulagðri glæpastarfsemi og við höfum enga ástæðu til að álíta að hlutunum sé öðruvísi háttað á Íslandi“

  Semsagt, Lögreglan telur að mansal og skipulögð glæpastarfsemi sé tengd stöðum sem hafa verið starfsræktir á Íslandi í yfir 15 ár, en hefur annaðhvort ekki neitt rannsakað þessa staði með tiliti til þess eða hefur ekkert fundið í yfir 15 ár!

  Halda þessir menn virkilega að þeir séu að vinna fyrir laununum sínum með þessum árangri ???

  Posted by: Steinar | 29.03.2010 | 20:17:15

Lokað er á athugasemdir.