Ástarbréf

Æ, bróðir minn litli.

Heldurðu virkilega að ég viti ekki að þú ert að fylgjast með mér?

Þú sem veist hvað ég er logandi hrædd við stóra bróður, hélstu í alvöru að ég tæki eftir neinu óvenjulegu? Eða að ég fyndi ekki einhvern klárari en þig sem fengi botn í málið fyrir mig? Ég verð að viðurkenna að ég er ofurlítið impóneruð yfir því að þú skulir fara svona að, það hlýtur að hafa kostað nokkra fyrirhöfn en sjálfs þín vegna ættirðu samt að ganga inn um aðaldyrnar næst.

Ég veit hvað þú ert að hugsa og það er rökrétt, því eins og ég hef áður sagt þér eru hlutirnir oftast nákvæmlega eins og þeir líta út fyrir að vera. Málið er að sálarlíf fólks er bara ekki alltaf rökrétt og þú verður að horfa á heildarmyndina ef þú ætlar að fá rétta niðurstöðu.

Ég er ekkert búin að yfirgefa þig yndið mitt. Ég þurfti bara nokkurra vikna frið til að sætta mig við það sem ég þoli ekki.

Ekki bíó

Fólk í Hollywoodmyndum getur grátið fallega. Líka stjórnmálamenn sem þurfa að biðjast afsökunar. Tár blikandi á hvarmi. Fallega, nánast tignarlega. Fínlegar viprur kringum munnvikin vekja þessa viðkvæmnislegu samúð með öllu sem grætur, kannski hlýju, huggunarhvöt eða verndarþrá en ekki tilfinningu um vanmátt og ráðleysi. Grátandinn fellur að öxl huggarans í tilfinningalegri uppgjöf og sefast. Halda áfram að lesa

Koss

Birta: Þú skelfur gungan þín.
Eva: Viltu láta mig í friði í smástund. Ég er að reyna að … ég ég veit það ekki, tengja eða eitthvað svoleiðis.
Birta: Ég skal sjá um að tengja. Ég verð örugglega sneggri að því en þú.
Eva: Nei. Þú aftengir. Það er einmitt það sem þú gerir. Manstu eftir manninum sem sagði að ég væri með svarthol í sálinni? Það er það sem gerist þegar þú færð að ráða.
Halda áfram að lesa

Um biturð

Elsku stelpan. Með því að láta aðra segja þér hvað er viðeigandi að skrifa og hvað ekki, gefurðu þeim sömu vald yfir þér. Þú mátt skrifa hvað sem þér sýnist um sjálfa þig og þitt sálarlíf. Álit annarra á fullkomlega eðlilegum tilfinningum segir ekkert um þig og fullkomlega eðlilegar tilfinningar segja ekkert annað en að þú sért fullkomlega eðlileg. Hvers vegna í fjandanum er biturð svona mikið tabú? Halda áfram að lesa

Eymd dagsins

Menningarlíf mitt er í rúst. Ég hef mjög lítið farið í bíó, ekkert séð í leikhúsunum þetta haustið, og ekki farið á eina einustu tónleika á árinu, trúið þið því? Ég hef séð tvo þætti af House en annars horfi ég ekkert á sjónvarp nema Kastljósið þá sjaldan að ég er heima. Ég hef varla lifað neinu félagslífi heldur, ekki einu sinni haldið matarboð nema einu sinni síðan ég flutti inn í Mávahlíðina. Ég fór að vísu á bekkjarmót, góðu heilli, spilaði eitt skabbl við Pegasus og er að fara í morðgátuferð með Auði um næstu helgi en annars lítur út fyrir töluverða kvöldvinnu næstu vikur. Halda áfram að lesa