Skrýtið móðg

-Þú móðgaðir mig, sagði hún, þegar þú sagðir að það væri áhugamál mitt að fylgjast með America´s next Top Model og fletta tískublöðum.

-Nú, er það ekki einmitt rétt? sagði ég hvumsa og veit satt að segja ekki hvort ég var hvumsari yfir því að hún hefði móðgast eða yfir því að vafi gæti leikið á þessu áhugasviði hennar.
-Ég hef gaman af að fletta tískublöðum en það er ekki áhugamál, sagði hún og þar sem hún hefur nú samt sem áður býsna augljósan áhuga á tísku og tískuheiminum, áttaði mig á því að málið snerist ekki um það hvort hún hefði áhuga á tísku, heldur um það hvort tíska væri merkilegt eða ómerkilegt áhugamál. Halda áfram að lesa

Ást

Anna: Ó Eva, þú ert maðurinn sem mig hefur alltaf dreymt um. You complete me!
Eva: Ó Anna, þú ert feðgur drauma minna, faðirinn, sonurinn og hinn heilagi ostur.
Anna: Skálum í ostborgara fyrir því.

Cheese!

Blár

Er munur á einsemd og frelsi? spurði Elías.
Já, mikill munur, jafn mikill munur og offitu og marengstertu, sagði ég.

Ég hef verið ein og einmana og ég hef verið í sambúð og einmana, mér líkar það fyrrnefnda betur. Ég hef verið einhleyp og frjáls og ég hef verið elskuð og frjáls, mér líkar það síðara betur.

Að vísu getur of mikið frelsi gert mann einmana en einsemdin gerir mann ekki frjálsan.
En jú, ég sé tengslin og það veit ég af eigin raun að sannleikurinn mun gjöra yður einmana; á tíðum ákaflega einmana en ekki samt endilega frjálsa.

Af fávitum og fávitafælum

Vinkona mín er í þeirri óskemmtilegu aðstöðu að vera ofsótt af raðböggara. Ég er ekki að tala um þessa hefðbundnu gerð af fávita sem gleymir afmælum, segist ætla að hringja en gerir það svo ekki eða lætur sig hverfa vikum saman og skýtur svo upp kollinum til að rugla í henni þegar hann vantar athygli. Ég er löngu búin að finna ráð gegn slíkum kónum. Halda áfram að lesa

Hjartað býr enn í helli sínum

Hvernig kynnist maður manneskju sem vill ekki tala um persónuleika sinn eða svara neinum spurningum sem gætu gefið innsýn í karakterinn (eins og t.d. hvort finnst þér verri tilhugsun að missa sjón eða heyrn eða ef þú værir hús, hvernig hús værirðu þá?)

Halda áfram að lesa

Bísam

Eva: Hvort þætti þér verra; að vera utangarðs út á það sem þú ert eða að njóta viðurkenningar út á eitthvað sem þú ert ekki?
Ljúflingur: Ég held að gagnvart hópnum vilji flestir vera inni, jafnvel út á falska ímynd. Ekki kannski þú en flestir eru háðir félagslegri viðurkenningu.
Eva: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér en gildir annað gagnvart nánum samböndum en hópnum?
Ljúflingur: Jaaaaá, viljum við ekki geta tekið niður grímurnar í nokkuð góðri vissu um að við séum elskuð þrátt fyrir að vera eins og við erum?
Halda áfram að lesa

Hmmmm…

Karlmannleg örvænting?

Flokkast það semsagt ekki sem merki um örvæntingu þegar konur leggja á sig mishættulegar fegrunaraðgerðir, eru í krónískri megrun frá 12 ára aldri og fara með 15% tekna sinna í snyrtivörukaup? Eða er það ekki eins athyglisvert af því að þær eru örvæntingarfullar frá unglingsaldri?