Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

Virðing

Virðing. -Ég hef velt fyrir mér merkingu orðins.Virða => Verð => Meta að verðleikum.
Virða => Það sem virðist. => Virða manneskjuna gaumgæfilega fyrir sér, reyna að horfa á meira en yfirborðið.Í ensku respect. Re-spect.

Re-spect => Að skoða aftur eða úr fjarlægð. Skylt því að taka tillit til. Halda áfram að lesa

Krísa

Mig langar að steikja kjötbollur. En ekki borða þær.
Brjóta saman þvott. En það sem á annað borð er hreint er samanbrotið.

Setja niður kartöflur. En það er ekki hægt.
Þrátt fyrir sýnilega sumarkomu er skítkalt úti og frost í jörð.

 

Sumarið er tíminn

Svei mér þá ef er ekki komið sumar. Allavega nógu mikið sumar til þess að taka fram þunnu blússurnar mínar og sætu sumarkjólana. Við systurnar fórum í ísbúð í dag. Greinilega margir sem hafa fengið þá sömu hugmynd því það voru meira en 20 manns á undan okkur í röðinni.

Um næstu helgi ætla ég að fara með Leónóru í húsdýragarðinn til að sjá kiðlingana. Sumir hlutir í lífi mínu eru kannski ekki nákvæmlega eins ég vildi hafa þá en það er allavega komið sumar.

Brum

Unnusti minn elskulegur varði fyrsta degi sumars til að ofdekra mig.

Byrjaði á því að bjóða mér upp á ekta bröns að hætti amerískra, stakk upp á því að við skoðuðum Gljúfrastein eftir hádegið sem við og gerðum, bauð mér í dásamlegan mat á A Hansen, fyrirlestur um álfabyggðir í Hafnarfirði og svo á tónleika með Bubba Morteins. Mikið er Bubbi karlinn nú annars orðinn trúaður. Það gerist gjarnan þegar fólk hefur ekkert meira að segja.

Enduðum á drykk í Firði.

Það sem virkilega gerði daginn að sumardeginum fyrsta var þó nokkuð sem enginn kærasti í heiminum hefði getað komið í kring; ég fór út á pall og sá að trén í garði Pegasusar eru farin að bruma.

Uppfært síðar: Þess má geta að hann dömpaði mér klukkutíma eftir að ég birti þennan pistil

 

Lúxusvandamál dagsins

Hversvegna er allt í einu orðið svona erfitt að fá ljósar sokkabuxur? Það er nánast sama í hvaða búð maður fer, það eru bara til svartar og brúnar. Er þetta einhver tíska eða hvað? Mér finnst ekki fínt að vera með andlit og hendur bleiknefja en fótleggi eins og sandnegri.