Brum

Unnusti minn elskulegur varði fyrsta degi sumars til að ofdekra mig.

Byrjaði á því að bjóða mér upp á ekta bröns að hætti amerískra, stakk upp á því að við skoðuðum Gljúfrastein eftir hádegið sem við og gerðum, bauð mér í dásamlegan mat á A Hansen, fyrirlestur um álfabyggðir í Hafnarfirði og svo á tónleika með Bubba Morteins. Mikið er Bubbi karlinn nú annars orðinn trúaður. Það gerist gjarnan þegar fólk hefur ekkert meira að segja.

Enduðum á drykk í Firði.

Það sem virkilega gerði daginn að sumardeginum fyrsta var þó nokkuð sem enginn kærasti í heiminum hefði getað komið í kring; ég fór út á pall og sá að trén í garði Pegasusar eru farin að bruma.

Uppfært síðar: Þess má geta að hann dömpaði mér klukkutíma eftir að ég birti þennan pistil