Það er ekkert víst að ég nenni að reka þess búð til eilífðar en þrátt fyrir tímann, kostnaðinn, dauðu dagana, stressið, þrátt fyrir allt er samt eitt á hreinu, ég mun aldrei aftur vinna hjá öðrum, sagði ég. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sápuópera
Svo nokkuð sé nefnt
-rjómi út í kaffið
-að hnoða volgt brauðdeig
-lyktin af nýslegnu grasi
-að liggja í mosabing
-kjötsúpa á óveðurskvöldi
-sofandi börn
-kálfar
-kakó fyrir svefninn
-Roger Whittaker
-bros ungbarns
-að greiða hár fullorðna drengsins síns
-óvæntur koss á ennið
-hönd karlmanns undir þindinni
-bréf frá týndum vini
-að búa um sár einhvers sem er manni kær
-að skynja hugarangur einhvers sem á eitthvað ósagt og heldur að nokkrir kílómetrar komi í veg fyrir að maður finni það,
t.d. það gerir sálina í mér mjúka.
… og gettu nú, sagði Sfinxin
-Hvernig myndirðu lýsa nútíma Íslendingnum? spurði túristinn, sem hafði hugmyndir sínar um land og þjóð fyrst og fremst úr fornritunum. Halda áfram að lesa
Dansur
Ingólfstorg á sunnudegi. Fólk að dansa. Mér líður eins og Færeyingi. Hvað er ég eiginlega að gera hér? Af hverju er ég ekki hjá Garðyrkjumanninum? Að vísu fékk ég háklassa handsnyrtingu í gær en ég næ sambandi við mold og hann myndi útvega mér latexhanska og blístra ‘Liljan fríð’ á meðan hann mokaði skít upp í hjólbörur, eða hvað það nú annars er sem garðyrkjumenn gera. Halda áfram að lesa
Karlmennskan
Í dag byrjaði ég í megrun. Fjórum sinnum.
Fyrst þegar ég vaknaði.
Næst þegar við Sigrún gengum út af veitingastað þar sem ég hafði troðið í mig hádegisverði sem hefði nægt til að brauðfæða heilt þorp í Afríku. Halda áfram að lesa
Læst: Einsemd
Af englum
-Ooooooo Sigrún! Ég þarf svo á því að halda að komast í almennilegt frí og ég sé ekki fram á að það takist nokkurntíma. Mammon kemur bara með endalausar skítareddingar, aldrei neitt sem breytir stöðunni varanlega og það er sko ekki það að ég hefi ekki gert mína samninga við Djöfulinn, því það hef ég reynt, trúðu mér. En svo ég vitni í Laxness; ‘Pokurinn sveik mig’. Aftur. Og það er ekki bara það að ég sé skíthrædd um að þurfa að selja bréfin mín, heldur er ég bara líka að drepast úr höfnunarkennd. Ekki einu sinni Andskotinn vill mig, hversu ömurlegt er það? Halda áfram að lesa