Vits er þörf

Ég er satt að segja farin að halda að ranghugmyndir um orkusteina séu að verða álíka stórt vandamál og blessaður kristindómurinn. Og of margir sem kæra sig hreint ekki um að maður leiðrétti vitleysuna og útskýri hvers vegna sumir steinar virka fyrir sumt fólk

Orkusteinabullið

Þegar ég opnaði Nornabúðina hélt ég að aðeins mjög þröngur hópur nýaldarsinna tryði á svokallaða orkusteina. Ég hélt bara að almenn eðlisfræðiþekking dygði til þess að uppræta þá hugmynd að grjót búi yfir einhverri sérstakri ‘orku’, hvað þá að nærvera ákveðinna steinda lækni sjúkdóma. Halda áfram að lesa

Þjóðhátíð hvað?

Þjóðhátíð? Leit ég rétt á dagatalið? Sé ekki betur en að þetta sé fjölmenningarhátíð. Tailensk tónlist. Kung fu. Dansar frá Balkanskaga. Á Ingólfstorgi er ein kona í íslenskum búningi. Þjóðhátíðarmatseðlar veitingahúsanna bjóða upp á japanska sósu með lambinu, spænska fiskrétti og cruncy cashnew með einhverju sem ég kann ekki að bera fram. Halda áfram að lesa

Gleðilegan 16. júní

Skrattinn er ekki ennþá laus. Ekki ennþá.

Við fáum gamla jaxla úr samtökum herstöðvarandstæðinga í mat í kvöld. Ég reikna með að fagna þjóðhátíðardeginum með bylingarelexír og ættjarðarsöngvum fram eftir nóttu.

Hvort það losar tappann úr sauðarleggnum eða kýlir hann inn, það verður bara að koma í ljós.

 

Andvaka

Eva: Ég held að tappinn sé að losna úr sauðarleggnum.
Birta: Andskotakornið. Ég var að vona að tappinn væri að losna úr Þvagleggnum.
Eva: Í alvöru, það er eitthvað í aðsigi, ég er með verk í hjartanu.
Birta: Kannski er það bara líkamlegt. Of mikið kaffi?
Eva: Nei, það er Skrattinn.
Birta: Við þurfum að sofa.
Eva: Við þurfum að troða tappanum í legginn.
Birta: Á morgun kannski. Við getum ekki tekið áhættuna á að hreyfa við honum núna.

Eva: Af hverju er ég í rusli? Af hverju núna?
Birta: Skiptir það nokkru máli? Geturðu ekki bara hætt að vera í rusli og þar með hætt að pæla í því?
Eva: Ég held að tappinn sé að losna úr sauðarleggnum. Ég held það í alvöru.

Seim óld

-Hvað skiptir þig mestu máli í fari konu? spurði ég. Hann vissi það ekki.

Yfirleitt vita þeir það ekki. Þeir vita hinsvegar nákvæmlega hvað skiptir máli þegar þeir velja sér bíl eða mótorhjól. Það er vegna þess að bílar og mótorhjól eru í augum flestra manna dýrmætari en konur. Sem er skiljanlegt þar sem konur eru ókeypis og sjá sér oftast fyrir eldsneyti sjálfar. Og sjá sjálfar um að dekra við sig.

Ég vil láta taka upp brúðkaup í bókstaflegri merkingu. Þ.e. maðurinn þarf að borga brúði sína með peningum. Helst mjög miklum peningum. Eða það sem væri betra; þeir fengju ekki að aka bíl eða mótorhjóli fyrr en þeir væru búnir að læra að elska konuna sína.

Þreytan er að hverfa en ég er samt ennþá með bakpoka undir augunum.
Á morgun þarf ég að bíta í mig kjark og dug til að byrja á verkefni sem hefur setið á hakanum í rúmar 6 vikur.