Morfísinn

Sonur minn Byltingin fylgist með Morfís keppninni af áhuga. Það sem honum finnst svona áhugavert við þessa keppni, er það undur að til sé fólk sem þrátt fyrir að vera komið á framhaldsskólaaldur, skuli hafa þvílíkt yndi af fullkomlega tilgangslausum þrætum að það láti leiða sig út í aðra eins vitleysu og þá að keppa um það hvort liðið sé færara í þeirri list að fá fólk til að greiða atkvæði með „málefnum“ sem jafnvel ræðumaðurinn sjálfur telur röng og skaðleg. Halda áfram að lesa

Greiði

Hvert hringir maður þegar bíllinn neitar að fara í gang kl. 6 að morgni og maður þarf að koma Fréttablaðinu milli sveitarfélaga og bera það út fyrir kl 7?

Ég hringdi í Húsasmiðinn. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið lá það einhvernveginn beinast við. Þegar allt kemur til alls þekki ég engan jafn greiðvikinn.

Hann kom strax. Ekkert nema almennilegheitin og lánaði mér bílinn sinn. Faðmaði mig snöggvast þegar við skildum.