Svolítið framandlegt að vera hér aftur. Eftir öll þessi ár. Leggja bílnum í stæðið við hliðina á stæðinu sem eitt sinn var stæðið mitt. Það er búið að skipta um útidyrahurð og gólfteppi en gömlu hjónin með púddelhundinn sem dó búa enn á 2. hæð og einstæða móðirin (sem ég frétti seinna í kvöld að sé ekki lengur einstæð) á þeirri 3.ju.
Ganga upp stigann og snerta vegginn sem ég hallaði mér upp að á meðan ég kyssti svo sætan og skemmtilegan mann hálftíma áður en ég lokaði augunum og lifði það af, árið sem Keli var í Albaníu. Áfram upp á 4. hæð, næstum eins og heimsækja sjálfan sig nema ég fer ekki alla leið að mínum dyrum. Halda áfram að lesa