Íslenskir fjölmiðlar eru ömurlegir.
Í dag getum við lesið allt um það hvað Emmu Watson finnst um djammið í Reykjavík og við höfum blessunarlega verið leidd í sannleika um það að Ásdís Rán og Sveinn Andri eigi sama afmælisdag. Halda áfram að lesa
Íslenskir fjölmiðlar eru ömurlegir.
Í dag getum við lesið allt um það hvað Emmu Watson finnst um djammið í Reykjavík og við höfum blessunarlega verið leidd í sannleika um það að Ásdís Rán og Sveinn Andri eigi sama afmælisdag. Halda áfram að lesa
Mér hefur þótt sumt af því sem fram hefur komið um mál Hjördísar Svan benda til þess að búið sé að hræra þokkalega í börnunum.
Það er óvenjulegt að 13 ára drengur kalli stjúpföður sinn „manninn“ í stað þess að nota nafn hans og hugleiðingar hans um að pabbar í Danmörku drepi oft börn, bendir til þess að umræðan á heimilinu hafi ekki verið laus við tilhneigingu til dramatiseringar. Halda áfram að lesa
Ögmundur Jónasson má eiga það að hann svarar bréfum. Það gera ekki allir stjórnmálamenn. Í dag svaraði hann stuttu erindi frá mér um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu. Hann er ósáttur við umræðuna um störf sín og bendir mér á að lesa grein sem hann birtir í dv í dag sem svar við ásökunum um að hann skýli sér bak við Dyflinnarákvæðið. Halda áfram að lesa
Í síðasta pistli varpaði ég fram spurningum sem vöknuðu hjá mér við umfjöllun Rásar 2 um mál Romylyn Patty Faigane frá Filippseyjum. Aðrar og ógeðfelldari spurningar vekur þessi umfjöllum DV um málið, m.a. spurningar um það hvort markmið fréttarinnar sé það að varpa gruni um skjalafals á stúlkuna eða einhvern úr fjölskyldu hennar að ósekju. Halda áfram að lesa
Hvítabirnir eru hættuleg dýr. Þeir éta fólk. Þessvegna þarf að skjóta þá hvar sem til þeirra næst. Reyndar eru þeir friðaðir og að sjálfsögðu ætlumst við til þess að bann við ísbjarnadrápum sé virt á Grænlandi og Svalbarða en það þýðir ekki að okkars megum ekki nýta þetta gullna tækifæri til að fara í byssuleik. Halda áfram að lesa
Ragnar Þór Pétursson vekur athygli á tengingu Paradísarfugls Megasar við Brúðarnótt Davíðs frá Fagraskógi. Og ég má bara til að ræða þetta aðeins. Halda áfram að lesa
Og svona fyrst ég er farin að tala um Megas – sem án efa er mestur núlifandi ljóðsnillinga Íslands og hugsanlega allra tíma; ætli þeir sem hvað mest hafa hamast á Gillz vegna kvenfyrirlitningar hafi kynnt sér höfundarverk Megasar? Einhverjum ofbauð jú þegar hann orti um að telpur væru töfrandi frá tólf og niður í átta en ekki einu sinni það olli öðru eins fjaðrafoki og margra ára gömul bloggfærsla markaðsvæðingargaursins.