Er verið að reyna að gera flóttamenn að aumingjum?

Ég sé ekki betur en að væri hægt að spara íslenskum skattgreiðendum verulegar fjárhæðir með því að fá inn fleiri innflytjendur, fólk sem getur farið að skila pening í ríkiskassann strax eða stuttu eftir að það kemur til landsins. Einnig mætti spara drjúgan pening með því að leyfa flóttamönnum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða þess að hælisumsókn verði afgreidd. Fyrir því virðist þó ekki vera mikill áhugi.

Sjálf þekki ég vel dæmi flóttamanns sem sótti um kennitölu þann 29. júlí sl. Hann er með atvinnuloforð en fær ekki atvinnuleyfi fyrr en hann er kominn með kennitölu. Þessi maður er að því leyti heppinn að hann á vini sem sjá honum farborða en almennt eiga flóttamenn sem bíða afgreiðslu eiga enga möguleika á að lifa af aðra en þá að þiggja húsaskjól og framfærslueyri í Reykjanessbæ. Flestir í hans sporum væru því búnir að gefast upp á og farnir á Fit og atvinnurekendur sem vilja ráða fólk til starfa geta heldur ekki beðið endalaust.

Af hverju fær maðurinn ekki kennitölu? Er starfsfólk Útlendingastofnunar, sem sjálft hefur kostað samfélagið meira fé en nokkur fljóttamaður eða innflytjandi, beinlínis að bíða eftir því að hann gefist upp og gerist hreppsómagi á Reykjanessbæ? Mér þætti fróðlegt að vita hversu margir innflytjendur og flóttamenn hafa verið neyddir til að gerast bótaþegar á undanförnum árum

Hvað gerist nú í máli Mouhameds?

Þótt Mouhamed Lo eigi ekki lengur á hættu að vera sendur til Noregs er málinu síður en svo lokið. Það sem getur gerst er eftirfarandi:

-Útlendingastofnun getur ákveðið að senda hann til Máritaníu. Það er mjög ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Íslendingar hafa hingað til látið aðrar þjóðir um að taka ábyrgð á slíkum voðaverkum. Halda áfram að lesa

Af hverju fór Mouhamed í felur?

Mouhamed fór í felur vegna þess að það var eina leiðin sem hann gat farið til þess að bjarga sjálfum sér frá þrældómi og pyndingum.

-Mouhamed flúði frá Noregi af því að Norðmenn ætluðu að senda hann til Máritaníu.
-Útlendingastofnun á Íslandi hafnaði hælisumsókn Mouhameds.
-Hann fékk tilkynningu um brottvísun til Noregs, enda þótt Norðmenn væru búnir að tilkynna Íslendingum að þeir myndu senda hann til Máritaníu.
-Mouhamed kærði úrskurðinn og fór fram á frestun réttaráhrifa. Það merkir að hann vildi fá að vera kyrr á Íslandi á meðan málið væri í áfrýjunarferli.
-Innanríkisráðherra synjaði honum um frestun réttaráhrifa, ætlaði semsagt að senda hann til Noregs, vitandi að hann yrði sendur þaðan til Máritaníu. Halda áfram að lesa

Ráðherrann á ruslahaugunum

Fyrir réttri viku átti ég óformlegan og óskipulagðan fund með Innanríkisráðherra. Staðsetning þessa fundar okkar var táknræn; ég hitti ráðherrann af tilviljun á einni af endurvinnslustöðvum Sorpu.

Þegar ég sá ráðherrann á ruslahaugunum rifjaðist upp fyrir mér pistill sem Haukur Már Helgason skrifaði um málefni flóttamanna fyrir rúmu ári nokkrum árum. Heiti pistilsins var „Að fara út með ruslið“ en þar sem Haukur Már er því miður búinn að eyða blogginu sínu er hann ekki lengur aðgengilegur þar. Halda áfram að lesa

„Það var búið að lofa henni ráðherrastól“

Katrín Júlíusdóttir búin með barneignafríið og nú þarf að stokka upp ríkisstjórnina af því að „það var búið að lofa henni ráðherrastól“. Fyrirgefið en hver er þessi „það“ sem lofaði henni ráðherrastól og með hvaða rétti?

Nú sé ég margra halda því fram að hún eigi eins og aðrir launamenn rétt á því að halda starfinu sínu þótt hún fari í barneignafrí. Þeir hinir sömu virðast líta fram hjá tvennu: Halda áfram að lesa