Í þágu þrælahalds

Það sem Landsvirkjun hefur á samviskunni er ekki bara það að rústa náttúru landsins og leggja saklaust fólk í einelti til þess að ná jörðunum þeirra af þeim. Landsvirkjun er líka að greiða veg þrælahaldara, fyritækis sem gengur svo langt í ómannúðlegri meðferð á þrælum sínum að í sumum tilvikum eru þeir látnir skíta á sig í bókstaflegri merkingu. http://www.nlcnet.org/article.php?id=447

mbl.is Mótmæla við Landsvirkjun

 

Ertu á túr? Sannaðu það!

Ég var 12 ára og á túr. Langaði ekki sérstaklega að tilkynna sundkennarnum það en Stína hjálpaði mér. Hún hélt reyndar að hún væri að gera at í mér. Sagði að ég yrði að fá einhverja af eldri stelpunum til að staðfesta að ég væri á blæðingum, með því að sýna bindi.

Mér var létt. Ég vissi auðvitað að þetta gat ekki staðist en datt í hug að kannski hefði það verði svoleiðis þegar amma var ung. Það var einhvernveginn minna mál að segja kennaranum að ég væri „forfölluð“ þegar ég bar það saman við hugsanlega niðurlægingu af því að þurfa að sýna bindi.

Mér datt ekki í hug þá að einhversstaðar í heiminum þyrftu fullorðnar konur að gyrða niður um sig til að sanna ástand sitt fyrir vinnuveitendum sínum. Því síður hefði mér dottið í hug að fyrirtæki sem hegaði sér á þann hátt, yrði boðið velkomið til landsins, það lofsungið fyrir að bjarga efnahag landsins og mulið undir það með nánast ókeypis rafmagni.

Þau mættu bara víst

Kannski ekki á slaginu, enda tafði lögreglan þau en þau fóru einmitt upp í Landsvirkjun svo hvaða kjaftæði er þetta eiginlega?

Annars veltir maður fyrir sér tilgangnum með því að mæta á fund á skrifstofu Landsvirkjunar og á hvað hátt það að vera betra en að koma skilaboðum áleiðis úti í garði. Er ekki fólk búið að vera að ræða virkjanir í Þjórsá við þennan mann í mörg ár? Og hvað hefur komið út úr því?  Jú, áframhaldanadi einelti gagnvart landeigendum í nágrenni Þjórsár.

Það er kominn tími á að láta verkin tala.

Friðrik Zophusson er ekkert önnur manneskja heima hjá sér en bak við skrifboðið sitt.

mbl.is Þáðu ekki boð um fund

Minni á Reykjavíkurakademíuna í kvöld

Saving Iceland stendur fyrir dagskrá í Reykjavíkurakademíunni (Í JL húsinu)   kl. 19:30 í kvöld.

Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, fjallar um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn. Einnig mun Andri Snær Magnason tala um goðsögnina um ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Enginn aðgangseyrir.

Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel.

Hreint ál?

Miðvikudaginn 23. júlí kl. 19:30 býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121.

Á ráðstefnunni mun koma fram Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn, ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi.
Samarendra mun fjalla um áhrif álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og

Andri Snær munu brjóta á bak aftur goðsögnina um
svokalla ‘græna og hreina’ álframleiðslu.

Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni ‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi, þar sem Andri Snær kom m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a. frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða komu sína á síðustu stundu. Við hjá Saving Iceland erum því ánægð að hafa loks tækifæri til að bjóða Samarendra velkominn til landsins. Fyrirlesturinn fer fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og hefst kl. 19:30. Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel Ef þú hefur áhuga á því að hitta Samarendra, taka viðtal við hann og svo frv. hafðu þá samband við Snorra s. 857 3521. Nánar á www.savingiceland.org

Saving Iceland og Útlendingastofnun eru ekki sama fyrirbærið

Mér finnst nú líklegt að þessi misskilningur hafi komið upp vegna þess að ég sagði frá því að Speglinum að Miriam hefði tilkynnt á fundi hjá SI að hún ætlaði ekki að taka beinan þátt í aðgerðum sem gætu talist ólöglegar á meðan Íslendingar sýndu þessa hörku.  En ég tók reyndar líka fram að hún myndi vinna með okkur áfram, enda væri nóg af áhættuminni verkefnum fyrir hana.

mbl.is Miriam Rose gefst aldrei upp

Saving Iceland – aðgerðir hafnar

SAVING ICELAND STÖÐVAR VINNU Á LÓÐ NORÐURÁLS Í HELGUVÍK

HELGUVÍK – Snemma í morgun stöðvuðu um 40 einstaklingar frá meira en tíu löndum, vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminum í Helguvík. Hluti hópsins læsti sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. Aðgerðinni er ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka.