Ertu á túr? Sannaðu það!

Ég var 12 ára og á túr. Langaði ekki sérstaklega að tilkynna sundkennarnum það en Stína hjálpaði mér. Hún hélt reyndar að hún væri að gera at í mér. Sagði að ég yrði að fá einhverja af eldri stelpunum til að staðfesta að ég væri á blæðingum, með því að sýna bindi.

Mér var létt. Ég vissi auðvitað að þetta gat ekki staðist en datt í hug að kannski hefði það verði svoleiðis þegar amma var ung. Það var einhvernveginn minna mál að segja kennaranum að ég væri „forfölluð“ þegar ég bar það saman við hugsanlega niðurlægingu af því að þurfa að sýna bindi.

Mér datt ekki í hug þá að einhversstaðar í heiminum þyrftu fullorðnar konur að gyrða niður um sig til að sanna ástand sitt fyrir vinnuveitendum sínum. Því síður hefði mér dottið í hug að fyrirtæki sem hegaði sér á þann hátt, yrði boðið velkomið til landsins, það lofsungið fyrir að bjarga efnahag landsins og mulið undir það með nánast ókeypis rafmagni.

One thought on “Ertu á túr? Sannaðu það!

  1.  —————————

    Hættu nú alveg Eva. Það er ekki hægt að setja samasem merki þarna á milli
    Landsvirkunar og klósettferða í S-Ameríku. Ef ég gengst inn á það þá verð
    ég að líta á mig sem samseka því ég nota jú rafmagn sem ég borga fyrir,
    peningarnir fara að einhverju leyti til Landsvirkjunar og þeir geta
    notað þá til að virkja meira og meira. Þeir sem standa að Saving Iceland
    verða að hemja sig áður en þeir mála sig út í horn og missa allan stuðning
    við málstað sem virtist í upphafi góður.

    Posted by: skoppa | 25.07.2008 | 20:28:55

    Þú átt við að það sé allt í lagi að bjóða fyrirtæki sem hegðar sér á þennan hátt, (fyrir utan allar þjáningarnar sem þau valda í öðrum löndum) hagstæða samninga, svo fremi sem mannréttindabrotin eiga sér ekki stað þar sem við sjáum þau?

    Posted by: Eva | 25.07.2008 | 23:57:02

    heh, eins og ég skrifaði í komment hjá Önnu vélstýru (blogspotbloggið), erum við ekki að skrifa undir að það sé allt í fína fyrir svona lið að haga sér hvernig sem það vill, þeir séu samt velkomnir hingað og við skulum taka á móti þeim með kurt og pí!?

    Posted by: hildigunnur | 27.07.2008 | 0:30:58

    Ekki bara með kurt og pí, heldur líka fáránlega góðum kjörum.

    Við erum háð bæði rafmagni og áli (þótt flestir hér á landi gætu sjálfsagt notað mun minna af hvorutveggja). Við komumst ekki hjá því að styrkja stóriðjuna, enda ekki í boði að versla við smærri fyrirtæki.

    Við komumst heldur ekki hjá því að borga heilbrigðisþjónustu og vegagerð fyrir ofbeldismenn. Samt sem áður myndu flestir hika við að leigja raðnauðgara (sem hefur fullan hug á að halda iðju sinni áfram) herbergi í húsi sínu. Ég hugsa að fáir myndu gera það nema út úr sárri neyð og þá ekki á spottprís út á það að hann slái lóðina og kaupi laugardagsnammi fyrir börnin.

    Posted by: Eva | 27.07.2008 | 9:41:45

Lokað er á athugasemdir.