Þau mættu bara víst

Kannski ekki á slaginu, enda tafði lögreglan þau en þau fóru einmitt upp í Landsvirkjun svo hvaða kjaftæði er þetta eiginlega?

Annars veltir maður fyrir sér tilgangnum með því að mæta á fund á skrifstofu Landsvirkjunar og á hvað hátt það að vera betra en að koma skilaboðum áleiðis úti í garði. Er ekki fólk búið að vera að ræða virkjanir í Þjórsá við þennan mann í mörg ár? Og hvað hefur komið út úr því?  Jú, áframhaldanadi einelti gagnvart landeigendum í nágrenni Þjórsár.

Það er kominn tími á að láta verkin tala.

Friðrik Zophusson er ekkert önnur manneskja heima hjá sér en bak við skrifboðið sitt.

mbl.is Þáðu ekki boð um fund

One thought on “Þau mættu bara víst

  1. ————————————

    Ég held að þú sért á algjörum villigötum hérna fröken. Það á ekki að ráðast á einkalíf fólks með þessum hætti. Ef þessi samtök vilja ekki setjast niður og ræða málin þá er þetta ekki mjög málefnalegt hjá þeim.

    Grímur (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 10:29

    ————————————

    Sammála Grími

    Andrés Helgi Valgarðsson, 25.7.2008 kl. 10:39

    ————————————

    „Friðrik Zophusson er ekkert önnur manneskja heima hjá sér en bak við skrifboðið sitt.“
    Málið er það að þetta er ekki rétt hjá þér. Það verður að vera hægt að skilja að starf og einkalíf. Mér og efalaust fleirum þætti það óþolandi að fá heim til mín fólk vinnu minnar vegna. Það væri allt annað mál ef að ég væri með vinnuaðstöðuna heima hjá mér.

    Aðalsteinn Baldursson, 25.7.2008 kl. 10:48

    ————————————

    Eva mín!   Ég vona að það sé af ásetningi sem þið hagið ykkur svona kjánalega, en ekki af því að þið séuð svona miklir kjánar.

    Landsvirkjun hefur stjórn sem ákveður alla þætti framkvæmda. Friðrik framkvæmir vilja stjórnarinnar; rétt eins og þú framkvæmir vilja vinnuveitanda þíns, til að halda starfinu og fá launin þín greidd.

    Er það of mikið, að fara fram á að þið sýnið eðlilega kurteisi og dómgreind í baráttu ykkar?

    Guðbjörn Jónsson, 25.7.2008 kl. 10:49

    ————————————

    Að sögn Snorra Úlfhildarsonar höfðu Saving Iceland ekki áhuga á að ræða við Friðrik.

    Ef SI ætla að láta taka sig alvarlega verða þau að mæta þega þeim er boðið á svona fund. Þó það sé ekki nema til að geta sagst hafa mætt.

    Mér finnst alltaf gott þegar fólk mótmælir þegar það telur að brotið sé á því sem það stendur fyrir (hvað sem það kann að vera) en mómæli SI virðast snúast meira um mótmælin sjálf en málstaðinn, allavega kemur það þannig út í fjölmiðlum.

    Karma, 25.7.2008 kl. 11:04

    ————————————

    Ef þú ætlar að skrifa um eitthvað þá er í minsta hægt að vera málefnalegur og hafa staðreyndirnar á hreinu. Í það minnsta.

    Jafnvel þó svo að þau mættu seint stóð fundarboðið enn. Það var ekki þegið. Þau vildu engin svör þó svo að spurningar dundu á öllum sem fram hjá áttu leið. Þegar Friðrik reyndu að svara var púað á hann. Þessi mótmæli ganga einungis út á að raska vinnuró starfsmanna og að komast í fjölmiðla.

    Finnst mér þó fyndið að hugsa út í það að manneskjur með svona margar spurning sem liggja svona á þeim og skipta máli, vilji ekki fá að heyra svör. Rétt eins og Landsvirkjun virðir skoðanir þeirra, leyfir þeim að vera inni í andyri, spyrja og ræða hlutina. Af hverju geta þá þessir fullorðnu einstaklingar ekki sýnt þá virðingu og hlýtt á svörin, sammála þeim eða ekki.

    Einnig er ég sammála Aðalsteini. Að beita persónulegum níðingi er þægilegasta og auðveldasta lausn rökleysingjans. Það ætti aldrei að gera svona opinber mál að persónulegum.

    Lilja Hrönn Helgadóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 11:20

    ————————————

    Landsvirkjun hefur ekkert vílað það fyrir sér hingað til að trufla einkalíf landeigenda við Þjórsá, ekki með einni uppákomu, heldur vikulegum heimsóknum.

    Ég sé reyndar ekki hvað ætti að þurfa að ræða við fólk sem er með áróðursmaskínu á fullum launum við ljúga og blekkja í nafni vísinda. Málin hafa verið rædd og rædd, hvað eftir annað, bréf og blaðagreinar ritaðar og í raun öllum hefðbundnum ráðum beitt til þess að fá fulltrúa Landsvirkjunar til að hlusta. Það hefur nákvæmlega engu skilað og ég græt það þurrum tárum þótt Friðrik hafi orðið fyrir ónæði þegar hann borðaði morgunmatinn sinn.

    Eva Hauksdóttir, 25.7.2008 kl. 11:44

    ————————————

    „….í raun öllum hefðbundnum ráðum beitt til þess að fá fulltrúa Landsvirkjunar til að hlusta.“

    ehm… var ekki verið að bjóða ykkur áheyrn?

    En ok… þið viljið ekkert ræða… á þá eitthvað að hlusta á ykkur?

    Frábær rök…

    Finnst þið litlu skárri en Landsvirkjun…

    svona worst of both worlds…

    Óli Jones, 25.7.2008 kl. 12:13

    ————————————

    Náttúruverndarsinnar hafa í mörg ár verið að ræða við Friðrik Zophusson. Hann og hans fyrirtæki eru að greiða götu skítafyrirtækja sem eru sumstaðar í heiminum ekkert annað en þrælahaldarar.

    Fyrirtæki sem gengur svo langt ímannréttindabrotum að láta konur gyrða niður um sig til að sanna að þær séu á blæðingum, er fyrirtæki sem enginn sómakær maður vill hleypa til landsins, hvað þá að fórna okkar stórkostlegu náttúru fyrir.

    Eva Hauksdóttir, 25.7.2008 kl. 12:17

    ————————————

    Ég er sammála Saving Iceland að virkjana- og stóriðjuæðið er farið út í öfgar. Það er sannað að Alcoa, Rio Tinto og fleiri fyrirtæki þekkja ekki orðið ‘mannréttindi’ í þriðja heiminum. Það er svo margt sem mælir gegn stóriðju og samstarfi við þessi fyrirtæki. Það er leiðinlegt að horfa upp á Saving Iceland klúðra þessu tækifæri til að ræða við Friðrik og fá á hreint hvað honum finnst um samstarfsaðila sína.

    Villi Asgeirsson, 25.7.2008 kl. 13:17

    ————————————

    Náttúruverndarfólk stendur í viðræðum við Friðrik og er búið að gera það í hverri viku í mörg ár. Það fæst ekkert út úr fulltrúum Landsvirkjunar annað en blekkingar, afneitun, orðhengilsháttur og valdníðsla

    Eva Hauksdóttir, 25.7.2008 kl. 13:54

    ————————————

    Ná því á mynd, þá er málstaðurinn sterkari. Ef hann lýgur í mynd er það hans klúður. Ef hann leggur gildru fyrir SI og þau falla í hana er það þeirra klúður.

    Villi Asgeirsson, 25.7.2008 kl. 14:15

    ————————————

    Eg er eiginlega alveg hlutlaus í þessu, hugsa ekki mikið um þessi mál. Samt hafa þessir nátturuverndarsinnar alltaf farið svolítið í taugarnar á mér. Mér finnst þetta lið ráfa um (svolítið stefnulaust) með þvílíku offorsi.

    Mér finnst náttúruverndarsinnar vera hryðjuverkamenn með göfugan málstað – en það vill enginn semja við hryðjuverkamenn er það?

    Á maður ekki alltaf að segja það sem manni finnst?

    Viðar Örn (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:36

    ————————————

    Flestar skilgreiningar á hryðjuverkum nefna árásir og ógnanir við almenna borgara. Saving Iceland liðar hafa ekki ráðist á einn eða neinn, allra síst almenna borgara.

    Það sem Saving Iceland á sameiginlegt með hryðjuverkahópum er tvennt:

    1) að beita beinum aðgerðum þegar vægari aðferðir, svosem að ‘ræða málin’ þykja fullreyndar,

    2) að koma á óvart, nota aðferðir sem stjórnvöld reiknuðu ekki sérstaklega með. Slíkar aðgerðir hafa verið notaðar í bland við aðrar og fyrirsjáanlegri.

    Eva Hauksdóttir, 25.7.2008 kl. 15:54

    ————————————

    Tetta er omurlegt hja SI. Samtokin hafa engan ahuga a ađ raeđa malin, ta vitum viđ tađ!

    Gunnar Th. Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 17:20

    Nei ég sé ekkert rangt við það. Engum var ógnað. Hitt er svo annað mál að þessi aðferð hefði líklega ekki verið notuð nema sem andsvar við nákvæmlega þessu sama, því útsendarar Landsvikjunar hafa einmitt bankað upp á hjá landeigendum við Þjórsá, mökum þeirra og börnum, í þeim tilgangi að reyna að hræða þá til að selja löndin sín.

    Eva Hauksdóttir, 26.7.2008 kl. 14:20

    ————————————

    Hmm, eru einhverjar sannanir fyrir því, staðfestar frásagnir landeiganda etc?

    Eva mín, það er sama hver það er og hvort að hann sé að greið götu skítafyrirtækja  eða annars, þetta heitir einelti, sama hver stendur á bakvið það og ég hefði nú ekki búist við því að SI vilji láta bera sína aðferðafræði við Landsvirkjunar, ég hefði haldið að þið ætlðuðuð að taka siðferðislega réttlátari leið en þetta.

    Það er engin afsökun ‘þeir gera þetta líka’.

    J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.7.2008 kl. 12:33

    ————————————

    Ég hef sjálf talað við landeigendur við Þjórsá. Ég hef ekki krafist sannana enda hef ég enga ástæðu til að ætla að þeir séu að ljúga þessu.

    Og nei, það heitir ekki einelti, þegar stóra sterka bullan sem hefur þjösnast á litlu krökkunum á leikvellinum stanslaust frá því í fyrsta bekk, verður einu sinni fyrir smávægilegum hrekk og kennararnir komnir æðandi til að skakka leikinn eftir 5 mínútur. Þar er ólíku saman að jafna.

    Eva Hauksdóttir, 27.7.2008 kl. 13:26

    ————————————

    Ætli LV láti ekki vita af heimsóknum fyrirfram?  Það hafa líka margir sem búa við Þjórsárbakka fengið vinnu hjá LV og er undirritaður einn af þeim.  Staðan heima í Gnúpverjahreppi væri að líkindum ekki jafn góð ef LV hefði ekki virkjað á sínum tíma.

    Sigurjón, 27.7.2008 kl. 20:20

    ————————————

    Erh… jú.

    Þegar hópur fólk sameinast um að gera einum einstaklingi lífið leitt í einkalífi vegna opinberrar persónu hans eða starfa heitir það einelti… meiraðsegja mætti kalla þetta skipulagðar ofsóknir.

    J. Einar Valur Bjarnason Maack , 27.7.2008 kl. 21:07

Lokað er á athugasemdir.