https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/50226980938
Greinasafn fyrir flokkinn: Örblogg
Persónugerum vandann
Þegar fólk missir vinnuna er það persónulegt vandamál.
Þegar fólk getur ekki borgað af lánunum sínum er það persónulegt vandamál.
þegar fólk þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að þau geti ekki haldið áfram í fimleikunum, fengið skólamáltíðir og nýja úlpu, þá er það fokking persónulegt vandamál.
Klúður stjórnmálamanna og embættismanna hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir persónur, sem fá engan afslátt af sínum vandamálum út á það viðhorf að ekki megi persónugera vandann. Fólkið sem klúðraði efnahagskerfinu hefur nöfn, kennitölur og heimilisföng, alveg eins og við hin. Hversvegna í fjáranum ættu persónulegheit vandans ekki að ná til þeirra eins og annarra?
Berum kallinn út ef annað dugar ekki
![]() |
Lýsir miklum vonbrigðum |
Aðför og einelti
Í dag er nánast öll pólitísk óánægja skilgreind sem aðför og/eða einelti, öll uppreisn sem ofbeldi.
Ég hef litla trú á því að nokkur eigi í vandræðum með að sjá muninn á því þegar reiði þjóðarinnar beinist gegn valdamanni á borð við Davíð Oddsson og því þegar hrekkjusvínin sitja fyrir þeim varnarlausasta í bekknum á leiðinni heim úr skólanum og míga í skólatöskuna hans.
Þetta endalausa væl um aðför og einelti gegn Sjálfstæðismönnum er sambærilegt við það að kalla hrekkjusvínin þolendur þegar eineltisbörnin reyna að reka þau burt með ókvæðisorðum. Stjórnarflokkarnir eru ekki í neinni aðför gegn Sturlu, þeir eru bara að gefa Sjálfstæðisflokknum skýr skilaboð um að hann ráði ekki lengur. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fórnarlamb eineltis, hann er hrekkjusvínið sjálft.
![]() |
Takmarkalaus valdagræðgi |
Fékk ekki lán
Í dag fór ég í bankann og bað um 280 milljarða lán. Ég fékk það ekki. Líklega þarf ég að tala við umboðsmann viðskiptavina en hann á væntanlega að sjá til þess að allir sitji við sama borð.
![]() |
Verklagsreglur aðgengilegar á vef Kaupþings |
Ljúgum í skoðanakönnunum
Ég vil endilega vekja athygli á þessum facebook hóp.
Hættum að láta fjölmiðla og pólitíkusa stjórna niðurstöðum kosninga með skoðanakönnunum. Segjum eitt í dag og annað á morgun, styðjum framboð sem eru ekki til eða ykjumst vera þroskaheft þegar þeir hringja.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Fresta viðgerðum
![]() |
Alþingishúsið enn laskað |