Þegar fokkið þyrmir yfir

Skil ekki hvaða fokk í rassgati almenningi kemur það við hvort Bubbi er í dramakasti yfir Birni Jörundi eður ei.

Mér finnst hrefnukjöt gott og hnísukjöt betra og hef ekkert á móti hvalveiðum ef stofnarnir þola þær, en skil ekki hvern fjandann við erum að reka Hafró fyrst aldrei er farið eftir ráðleggingum þaðan.

Og Steingrímur ætlar að afnema fokkans verðtrygginguna EFTIR að verðbólgan er komin niður. Hvað á ég að græða á því?

Bjartasta vonin hljómar eins og gaddavírsflækja ef hún gæti æpt.

Mér finnst eins og ég sé föst á vitleysingahæli. Og mig langar að elda allan mat í húsinu. Það yrði nú meira rugl hlaðborðið.

Eru ofbeldisverk „brot á vinnureglum“?

Það er alveg með ólíkindum hvað margir líta ofbeldisverk barna og unglinga gegn öðrum börnum mildari augum en ofbeldi meðal fullorðinna.

Síðast þegar ég vissi giltu sömu landslög á skólalóðinni og annarsstaðar í samfélaginu. Hér er ekki um að ræða brot á vinnureglum skólans heldur einfaldlega glæp og fyrst lögin banna fólki að svara fyrir sig eða aðstandendur sína (það er ekkert til í íslenskum lögum sem heitir sjálfsvörn) þá á vitanlega að kæra svona árásir til lögreglu. Skólayfirvöld ættu að sjálfsögðu að sýna vanþóknun sína á einhvern hátt en það er ekki þeirra að refsa fyrir svona verk, heldur dómsstóla.

Ef dómsstólar bregðast er aftur á móti siðferðilega rétt að almennir borgarar sjái um að framfylgja réttlætinu. Það er hinsvegar ólöglegt.

mbl.is Hópur unglinga réðist á einn

Höldum bara stjórnlagaþing hvort sem þeim líkar betur eða verr

Ef þeir hafa val um leyfa kjósendum að raða á lista en nýta sér ekki það val (hversvegna ættu þeir að gera það?) þá er þetta nákvæmlega engin breyting. Jafnvel þótt ég fái að hafa áhrif á það hvaða sæti tiltekinn maður skipar á lista, er breytingin líka sáralítil.

Lausnin er einföld. Við höldum stjórnlagaþing, sem samþykkir nýja stjórnarskrá.  Verði almenn stemning fyrir því að afnema flokkakerfið eða gera á því gagngerar breytingar, þá setjum við það í stjórnarskrána. Fyrsta ákvæði nýrrar stjórnarskrár verður á þá leið að múgurinn megi beita hverjum þeim ráðum sem tiltæk eru til að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar. Svo gerum við það, hvort sem valdhöfum hugnast það eða ekki.

mbl.is Persónukjör í kosningunum?

 

Gamlir aðgerðasinnar eru ekki til

Þegar aðgerðasinnar hafa sig í frammi eru þeir alltaf ungmenni, jafnvel þegar yngsti beini þáttakandinn er tvítugur, sá elsti 47 ára, meðalaldur 32ja ára og langflestir þeirra sem komu að undirbúningi og studdu aðgerðina eru komnir yfir 25 ára aldur. Það eru líka ‘ungir aðgerðasinnar’ sem eru að verki í aðgerðum þar sem MFÍK konurnar (flestar komnar yfir fimmtugt) og hernaðarandstæðingar á aldrinum 40-70 ára eru í meirihluta. Ekki svo að skilja að mér þyki það neitt sérlega sorglegt, ég er alveg til í að vera flokkuð sem ungmenni, enda er ungt fólk ekkert ómerkilegra en aðrir.

Ég hef grun um að ég hafi verið fyrst til að nota hið ágæta orð aðgerðasinni, sem er nú orðið fast í málinu. Ég er ánægð með það.

Ég er komin með ofnæmi fyrir fólki sem réttlætir lögregluofbeldi

Hvað sem segja má um einstaka lögreglumann, þá er eðli þessarar stofnunar ógeðfellt. Megintilgangurinn með því að gefa lögreglunni leyfi til valdbeitingar er sá að verja vald örfárra manna, sama hvernig þeir hegða sér.

Og þegar við hugsum um fasisma dettur okkur fyrst í hug Ítalía Mussolinis. Það mætti halda að fólk átti sig ekki á því að þótt við getum ennþá talið Ísland tiltölulega lýðræðislegt, eru ákveðin fasísk einkenni að ryðja sér til rúms og það er algerlega nauðsylegt að spyrna á móti.

Í mínum huga er þetta ekki bara spurning um það hvort menn sýna yfirvegun í erfiðum aðstæðum, heldur hvort þeir velja sér það hlutskipti að þjóna yfirvaldinu og fylgja skipunum gagnrýnislaust. Með því að taka sér stöðu gegn mótmælendum er löggan að styðja valdníðsluna, spillinguna, efnahagsstefnu sem ógnar sjálfstæði þjóðarinnar og kerfi sem býður ekki upp á neinar breytingar.

Ég hitti einn löggumann um daginn sem hefur bara neitað að vera viðstaddur mótmæli. Hann kemst upp með það, þótt hann sé ekki einu sinni anarkisti.

Þeir lögregluþjónar sem vilja ekki taka þátt í því að verja valdníðinga gætu t.d. tekið sig saman um að neita að vinna yfirvinnu. Þeir gætu farið í setuverkfall, þ.e. mætt en sleppt því að standa gegn okkur, allavega sleppt piparúðanum og kylfunum.

Þá vitum við það

Að mati lögreglunnar eru pólitískar aðgerðir mun alvarlegra mál en ölvunarakstur. Það er svosem skiljanlegt því ölvunarakstur er einungis ógn við líf og heilsu almennra borgara, þar sem hávaði á bál á Lækjartorgi fela hinsvegar í sér yfirlýsingu um að andóf verði ekki kæft með lögum, reglugerðum og valdbeitingu. Pólitískar aðgerðir ógna nefnilega sjálfu yfirvaldinu og hafa þegar komið mörgum óhæfum embættismönnum og kerfisköllum frá völdum. Slíkt ber lögreglunni að stöðva, sama þótt fylliraftar aki meðborgara sína niður á meðan löggan bjargar nokkrum vörubrettum frá bruna.

mbl.is Bál kveikt á Lækjartorgi