Gamlir aðgerðasinnar eru ekki til

Þegar aðgerðasinnar hafa sig í frammi eru þeir alltaf ungmenni, jafnvel þegar yngsti beini þáttakandinn er tvítugur, sá elsti 47 ára, meðalaldur 32ja ára og langflestir þeirra sem komu að undirbúningi og studdu aðgerðina eru komnir yfir 25 ára aldur. Það eru líka ‘ungir aðgerðasinnar’ sem eru að verki í aðgerðum þar sem MFÍK konurnar (flestar komnar yfir fimmtugt) og hernaðarandstæðingar á aldrinum 40-70 ára eru í meirihluta. Ekki svo að skilja að mér þyki það neitt sérlega sorglegt, ég er alveg til í að vera flokkuð sem ungmenni, enda er ungt fólk ekkert ómerkilegra en aðrir.

Ég hef grun um að ég hafi verið fyrst til að nota hið ágæta orð aðgerðasinni, sem er nú orðið fast í málinu. Ég er ánægð með það.

One thought on “Gamlir aðgerðasinnar eru ekki til

  1. ————————————-

    Ég verð nú bara að upplýsa þig um eitt Eva mér finnst þú hrikalega flott og sexy pía.

    Posted by: Gunnar | 17.02.2009 | 13:21:34

    — — —

    Rebel without a cause ? Mér sýndist nú á myndskeiði á mbl.is að þú prívat og persónulega værir að bera hitan og þungan af þessum gjörning.
    Hvað gerir þú þegar engir drekar eru eftir ?

    Posted by: GVV | 17.02.2009 | 21:10:19

    — — —

    Þetta myndskeið sýnir aðeins lítinn hluta gjörningsins. Þrælarnir höfðu vaktaskipti.

    Rebel without a cause? Hvað er það eiginlega sem þú skilur ekki og hversvegna ertu alltaf að spila þig vitlausari en þú ert?

    Posted by: Eva | 17.02.2009 | 21:58:28

Lokað er á athugasemdir.