Höldum bara stjórnlagaþing hvort sem þeim líkar betur eða verr

Ef þeir hafa val um leyfa kjósendum að raða á lista en nýta sér ekki það val (hversvegna ættu þeir að gera það?) þá er þetta nákvæmlega engin breyting. Jafnvel þótt ég fái að hafa áhrif á það hvaða sæti tiltekinn maður skipar á lista, er breytingin líka sáralítil.

Lausnin er einföld. Við höldum stjórnlagaþing, sem samþykkir nýja stjórnarskrá.  Verði almenn stemning fyrir því að afnema flokkakerfið eða gera á því gagngerar breytingar, þá setjum við það í stjórnarskrána. Fyrsta ákvæði nýrrar stjórnarskrár verður á þá leið að múgurinn megi beita hverjum þeim ráðum sem tiltæk eru til að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar. Svo gerum við það, hvort sem valdhöfum hugnast það eða ekki.

mbl.is Persónukjör í kosningunum?

 

One thought on “Höldum bara stjórnlagaþing hvort sem þeim líkar betur eða verr

  1. ——————————————-

    Ég sá á öðru bloggi ábendingu um að lögin geri nú þegar ráð fyrir því að kjósendur geti raðað fólki á lista og jú, samkvæmt vefsíðu Alþingis, þá hljóðar 83. grein, 1. mgr. laga um Alþingiskosningar svo:

    Vilji kjósandi breyta nafnaröð á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn er hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv., að svo miklu leyti sem hann vill breyta til.

    Ég átta mig ekki á því í hverju  munurinn liggur.

    Eva Hauksdóttir, 17.2.2009 kl. 18:01

    ——————————————-

    það geri ég ekki heldur – ég skil heldur ekki þá stefnu að etja fólki saman um framboð í efstu sætin og velja svo af handahófi uppfyllingu og hafa svo einn heiðursfélaga í því síðasta

    Birgitta Jónsdóttir, 17.2.2009 kl. 18:10

Lokað er á athugasemdir.