Hundur beit þingmann
Ekk var það hún gott en hundahald tíðkast í flestum stórborgum og virðist ekki vera neitt vandamál. Fólk tekur hunda með sér inn á bari og í sumar verslanir og maður verður ekki var við stanslaust gjamm eða að hundar troði trýninu í klof ókunnugra. Ég gæti trúað að vandamáli sé frekar það að Íslendingar kunni ekki að aga hunda en að þeir séu of margir. Þarf ekki bara að skoða hvaða reglur gilda um hundahald annarsstaðar?
Greinasafn fyrir flokkinn: Örblogg
Teitur og Baldur til liðs við flóttamenn
Takk fyrir aldeilis góða grein Teitur og Baldur. Það virðist vera rosalega vinsælt trix meðal rasista að kenna útlendingum um allt kynferðisofbeldi. Norska ríkissjónvarpið birti t.d. að mig minnir seint á síðasta ári, frétt um að múslimir hefðu framið allar naugðanir í Noregi á síðustu 5 árum. Opinberar tölur sýna þó að þetta er algerlega út í hött.
Frábært að útlendingastofnun skuli gleðjast svona mikið yfir því að fá þungavigtarmenn úr bloggheimum í umræðuna. Fyrst útlendingastofnun er svona hrifin af ykkur Baldri, þá væri rosalega vel þegið ef þið væruð fáanlegir til að benda þeim á að fólk sem hefur ekki atvinnuleyfi, á mjög erfitt með að taka húsnæði á leigu, svo það er aumt yfirklór að tala um að fólk dveljist ekki „á vegum“ UTL í Reykjanessbæ í 6 ár. Eina leiðin fyrir þetta fólk til að komast af Fit er sú að fá annað húsnæði í gegnum kunningsskap og það er athyglisvert í ljósi þess hve hrifin UTL er af aðstæðunum á Suðurnesjunum að menn skuli þá ekki frekar kjósa að dvelja þar í góðu yfirlæti en að hanga á horriminni til að geta greitt leigu á höfuðborgarsvæðinu.
Medi er ekkert eini maðurinn sem hefur dvalið á Íslandi í 6-7 ár með „tímabundið dvalarleyfi“ þeir eru margir og ég þekki persónulega einn mann sem er farinn að hugleiða hungurverkfall. Tímabundið dvalarleyfi merkir nefnilega að þessir menn mega ekki vinna og geta þar með ekki tekið neinar stórar ákvarðanir um líf sitt. Þeir eru því lítið betur settir en fangar og það er ekki UTL að þakka ef þeir komast af Fit.
Umsögn um forvirkar rannsóknarheimildir
Um daginn birti ég stuttan pistil þar sem ég dró saman aðalatriðin í umsögn minni um þingsályktunartillögu um forvirkar rannsóknarheimildir. Ég hef nú sent hana inn til birtingar. Hér er tengill fyrir þá sem hafa áhuga.
Búrkubann
Þetta er ágætt dæmi um lög sem sett eru til að vernda konur eða frelsa þær (að sögn) án þess að þær séu spurðar álits og sennilega í óþökk þeirra. En lögin beinast auðvitað ekki gegn þeim. Þær eru bara of kúgaðar til að hafa vit á því hvernig þær vilja klæðast.
Bera foreldrar enga ábyrð?
Foreldrar senda börn sín í skólann, mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, þótt þeir viti að þau séu lögð í einelti. Foreldrar horfa upp á maka sinn beita börnin ofbeldi, hvað eftir annað, jafnvel árum saman og gera ekkert í því. Foreldrar horfa upp sín eigin afkvæmi nídd og kvalin af öðru fullorðnu fólki og láta það viðgangast, jafnvel í aðstæðum þar sem barnið á sér engrar undankomu von, sbr. fréttina sem ég tengdi á.
Faðir drengsins var skipverji á skipinu og varð hann vitni að sumu því sem gert var við son hans. Haft er eftir honum í dómnum, að honum hefði fundist hann hafa brugðist drengnum með því að grípa ekki fyrr inn í en raun bar vitni. Hefði hann verið á sjó í 25 ár og aldrei upplifað hegðun eins og hafi tíðkast um borð í þessu skipi.
Og svo verður fólk hissa þegar maður segir að samfélagið einkennist af barnfyrirlitningu.
Og svo heldur Ögmundur að það sé engin hætta á að forvirkar rannsóknarheimildir verði notaðar til að njósna um grasrótarhreyfingar. Það þarf ekki einu sinni heimildir til.
Af huglægri getu minni og Páls Magnússonar
Þar sem ég bý yfir huglægri getu til að auka færni mína í því að lesa úr töflum, er ég að hugsa um að sækja um valdastöðu í bankakerfinu. Aukinheldur dugar huglæg geta mín nú þegar til að ráða krossgátur, svona ef skyldi vera dauður tími á milli þess sem ég sel vinum mínum banka og les gögn úr töflum og myndum. Það fyrir utan er ég alveg rosalega góð í því að vera persóna og mun því vafalaust skora mjög hátt á persónuleikaprófi. Og svo kann ég líka alveg að skrifa bréf.