Allir fá jafnt

Ójöfnuður hefur ekki aukist. Allir samfélagshópar hafa hækkað álíka mikið í tekjum (eða um 100%), hinir tekjulægstu jafnvel eilítið meir en hinir. Þannig hafa þeir sem höfðu 60.000 kr á mánuði 1993, 120.000 í dag en þeir sem höfðu 1 milljón áður um 2 milljónir í dag.

Hvað eru menn svo að tala um aukinn ójöfnuð? Þetta eru pottþéttir útreikningar sem sýna að jöfnuður er í raun mun meiri nú en fyrir 15 árum.

Frægir í form

Uhh! Ég þekki ekki nema helminginn af þessu fræga fólki, sem segir nú reyndar meira um minn áhuga á fræga fólkinu en frægð þess. Hitt finnst mér svindl að fjórir af þessum sex eru bara í fínu formi. Ekki á ég eftir að nenna að fylgjast með þessum þáttum.

Leikur

Bendi öllum sem styðja a.m.k. lágmarks mannréttindi á þessa síðu. Reyndar virðist sem ekki sé hægt að finna það fólk sem hefur skráð sig með því að slá inn nafn en netföng virka.

Þarna plataði ég ykkur – en þar sem er líklegra að fólk skoði færslu með fyrirsögninni „leikur“ en „mannréttindi“, skammast ég mín ekkert.

Í Gvuðs nafni

Þetta hlýtur maður að skilja þannig að það sé mjög mikilvægur þáttur í trúnni að níðast á samkynhneigðum. Eða hvernig getur það annars hindrað fólk í því að ástunda sitt trúarrugl þótt tveir karlar deili rúmi á hóteli eða tvær konur leigi sal fyrir brúðkaupsveislu?

Af hverju beitir þetta heilaga lið sér ekki fyrir því að einstæðar mæður verði grýttar til bana? Þær eru þó allavega samfélagsbaggi.

Gegt

KjarvalDjöfull finnst mér það skítt þegar öll geðræn vandamál eru notuð sem rök gegn sjálfstæðri hugsun . Nú þekki ég ekki ástandið á Jóhannesi Kjarval síðustu mánuðina sem hann lifði svo ég ætla ekki að dæma um akkúrat þetta mál en rökin sem koma fram í þessari frétt þykja mér veik. Geðveiki er ekkert endilega sönnun þess að maður sé ekki fær um að ákveða hvað hann gerir við eigur sínar, ekki frekar en elli. Sjálfsagt getur geðveiki stundum haft þau áhrif, rétt eins og líkamleg veikindi geta í sumum tilvikum gert fólk ósjálfbjarga en geðsjúkdómar eru af ýmsum toga og það er ekki samasemmerki milli geðveiki og þess að vita ekki hvað maður er að gera.

Ef út í það er farið er enginn fullkomlega heilbrigður.

Er ekki allt í lagi?

Mér er öll þessi samúð með harðstjóranum, stríðsglæpamanninum og morðingjanum Saddam Hussein, gjörsamlega óskiljanleg. Og af hverju ættu muslimir að syrgja þennan viðbjóð? Nú heyrast raddir sem vilja hefja karlinn upp til skýjanna sem einhverja hetju fyrir yfirvegaða framkomu þegar hann var leiddur að gálganum. Ég hef engan heyrt dást að yfirvegun hans þegar hann lét kúga, pína og myrða saklaust fólk.

Það er auðvitað skandall að hann skuli hafa verið tekinn af lífi. Ég get ekki séð neitt sem réttlætir dauðarefsingar enda þjóna þær engum tilgangi öðrum en pólitískum og þegar aftaka er greinilega liður í viðleitni stórveldis til að leggja undir sig meira af heimsbyggðinni, drottna, kúga og arðræna, er rökrétt að reiðast.

En að gera ógeðið að píslarvætti út á það, það finnst mér flippað.

Virðingarvert?

Jájá. Og ef einhver ríkisstjórnin heimiliar pyndingar, kynjamisminunun, þjóðernishreinsanir eða úburð ungbarna þá náttúrulega virðum við það líka. Af því að ef stjórnvöld ákveða eitthvað, sama hversu ógeðfellt það er, þá á auðvitað að virða það.

Ef mótmælendur Kárahnújukavirkjunar gera einhverntíma alvöru úr því að drekkja Valgerði, skulum við vona að fjölskylda hennar virði þá ákvörðun.