Leikur

Bendi öllum sem styðja a.m.k. lágmarks mannréttindi á þessa síðu. Reyndar virðist sem ekki sé hægt að finna það fólk sem hefur skráð sig með því að slá inn nafn en netföng virka.

Þarna plataði ég ykkur – en þar sem er líklegra að fólk skoði færslu með fyrirsögninni „leikur“ en „mannréttindi“, skammast ég mín ekkert.

One thought on “Leikur

  1. —————————

    Eg er fylgjandi þess að fólk finni í sér bæði kærleik og skilníng, þá eru mannréttindi, ekki bara hugtak lengur, ekki eitthvað sem við getum samið um og skráð, eða barist fyrir.

    Um leið og við fordæmum ofbeldi verðum við oft reið, og stundum breitist þessi sama reiði í ofbeldi gagnvart þeim sem við erum að fordæma.

    Erum við þá nokkuð betri.

    Hvernig forðumst við ofbeldi? svar: með því að beita því ekki, jafnvel ekki í huga okkar.

    Við berjumst ekki gegn ofbeldi.
    Við þurfum að lækna þessi sár í vitund mankins.

    Sendum ljós og kærleik til allra í Guantánamo bay, bæði fanga og fangavarða.
    Þá kanski fer eithvað að breytast.

    Skilningur sem bygður er á kærleik er ekki endilega í neinum tengslum við trúarbrögð eða vísindi, rétt eða rangt, heldur insæi sem á rætur í þeirri einingu sem liggur til grundvallar öllu sem er.

    Posted by: Hafþór Guðbjartsson | 14.01.2007 | 0:46:11

    ——————————————

    Þetta er nú eiginlega of heimskulegt til að sé hægt að kalla það hræsni.

    Þau mannréttindi sem við búum við í dag eru afsprengi baráttu fyrir réttlæti en ekki “skilnings” á málstað kúgaranna. Það er ekki bara “hægt” að semja um mannréttindi og skrá þau, það hefur líka verið gert. T.d. telst það til mannréttinda að njóta frelsis ef maður hefur ekki verið ákærður um afbrot. Það sem viðgengst í þessum fangabúðum verður sannarlega ekki upprætt með alheimsljósi og kærleika.

    Posted by: Eva | 14.01.2007 | 1:07:43

    ——————————————
    Samningar um manréttindi hafa ekkert að segja, sagan kennir það.
    Ætlar þú kanski að leysa, þetta með ofbeldi eða hvað?

    Ég get nefnt margar vísinda ransóknir sem styðja hvert einasta orð sem ég segi.

    Það sem fólk er að gera út um allan heim til að fletta ofan af þessu og stoppa það sem fer fram íþessum fangabúðum og fleiri af sömu gerð, er merki um kærleik.

    Ef þú hefur verið ákærð um afbrot, sem felur í sér að þú er á móti þeirri stjórn sem er fyrir hendi, eru það manréttindi þeirra sem stjórna að verja sig eða eru það þín manréttindi að fá að þurka út þessi stjórnvöld.

    Og talandi um heimsku.

    We can’t solve problems by using the same kind of thinking we used when we created them.

    “Peace cannot be kept by force. It can only be achieved by understanding.”

    Albert Einstein

    Posted by: Hafþór Guðbjartsson | 19.01.2007 | 21:06:00

Lokað er á athugasemdir.