Er ekki allt í lagi?

Mér er öll þessi samúð með harðstjóranum, stríðsglæpamanninum og morðingjanum Saddam Hussein, gjörsamlega óskiljanleg. Og af hverju ættu muslimir að syrgja þennan viðbjóð? Nú heyrast raddir sem vilja hefja karlinn upp til skýjanna sem einhverja hetju fyrir yfirvegaða framkomu þegar hann var leiddur að gálganum. Ég hef engan heyrt dást að yfirvegun hans þegar hann lét kúga, pína og myrða saklaust fólk.

Það er auðvitað skandall að hann skuli hafa verið tekinn af lífi. Ég get ekki séð neitt sem réttlætir dauðarefsingar enda þjóna þær engum tilgangi öðrum en pólitískum og þegar aftaka er greinilega liður í viðleitni stórveldis til að leggja undir sig meira af heimsbyggðinni, drottna, kúga og arðræna, er rökrétt að reiðast.

En að gera ógeðið að píslarvætti út á það, það finnst mér flippað.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.