Mér var meinilla við ryklóna sem skreið meðfram veggjum ef dyrnar stóðu opnar. Taldi víst að þetta væru einhverskonar lífverur og varð smeyk þegar lóin hreyfðist. Kannski átti þessi ótti rót í hreingerningaræði ömmu minnar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Dindilhosan (léttmeti)
Amma Hulla og handritin
Amma Hulla var sjálfstæðismaður. Að vísu kaus hún kratana en það sagði hún ekki nokkrum manni. Ekki fyrr en fimm árum áður en hún dó. Ég mátti ekki segja afa það. Hann var kommi og það hefði klúðrað hinu pólitíska ógnarjafnvægi sem ríkti á heimilinu ef hann hefði rennt í grun að hollusta hennar við íhaldið væri orðum aukin. Halda áfram að lesa
Sælgætislegt hryðjuverk
Stöku sinnum hellist yfir mig undarleg nostalgía. Löngun til að skreppa stutta stund aftur til hinna gömlu, góðu daga þegar Prins Póló var pakkað í óloftþéttar umbúðir. Halda áfram að lesa
Fyrsta skiptið
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153582725302963
Großer Dummkopf
Mig dreymdi að aðstoðarmaður SDG, að nafni Gunni, hringdi í mig (við töluðum í skífusíma með gormasnúru eins og var á öllum heimilum 1975). Erindið var að bjóða mér lögmannsréttindi „undir borðið“ út á það að sækja mál gegn þýska ríkinu, en ríkisrekið dagblað hafði kallað SDG „Großer Dummkopf“.
Það sem stóð meira í mér en spillingin og efasemdirnar um að væri heppilegt að fara út í málflutning án þess að hafa lært neitt í réttarfari, var það að samúð mín var með blaðamanninum. Auk þess fannst mér hallærislegt að tengjast „Großer Dummkopf-málinu“.
Ég sagði Gunna að þetta væri aumingjaleg sneið af spillingunni og hvort hann gæti ekki boðið eitthvað fullorðins. Kveikti svo á upptökubúnaði sem var innbyggður í snúrusímann. Vaknaði í klemmu yfir því að vera eiginlega eins og Stasi en varð samt hrikalega fúl þegar ég áttaði mig á því að það var engin upptaka.
Uppskrift sem klikkar bara ekki
https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/10153412962912963
Heilaryksugan
Mig dreymdi að búið væri að finna upp heilaryksugu, sem hreinsaði burt dauðar frumur og önnur óhreinindi sem settust í heilafellingarnar og ollu elliglöpum. Svona eitthvað líkt og þegar tölvan verður hægvirk og þarf að hreinsa hana. Þetta var frekar einföld aðgerð, bara boruð nokkur göt í höfuðkúpuna, ryksugað og heilinn svo skolaður með edikblöndu. Tækið leit út eins og lyklaborðsryksuga með löngum, sveigjanlegum stút. Mig langar í svona tæki.