Heilaryksugan

Mig dreymdi að búið væri að finna upp heilaryksugu, sem hreinsaði burt dauðar frumur og önnur óhreinindi sem settust í heilafellingarnar og ollu elliglöpum. Svona eitthvað líkt og þegar tölvan verður hægvirk og þarf að hreinsa hana. Þetta var frekar einföld aðgerð, bara boruð nokkur göt í höfuðkúpuna, ryksugað og heilinn svo skolaður með edikblöndu. Tækið leit út eins og lyklaborðsryksuga með löngum, sveigjanlegum stút. Mig langar í svona tæki.