Minn ruslagámur er snyrtilegri en þinn!

„Heimska heimska kerlingarhelvíti!!!!!“

„Geðveika pakk!!“

„Þetta voru náttúrulega útlendingar.“

„Viðbjóðslegu kvikindi!“

„Hverskonar ógeðsfólk gerir svonalagað?“

„Hvílíkir grimmdarvargar!“

Svo mælti sú andlega heilbrigða þjóð sem hvern virkan dag fleygir 3 mannsfóstrum í ruslagáma sjúkrahúsanna. Í yfirgnæfandi meirihluta heilbrigðum fóstrum fullorðinna, heilbrigðra mæðra. Fóstrum sem voru deydd af þægindaástæðum.

Nei ég er ekki að stinga upp á neinum réttlætingum fyrir ungbarnamorðum en ég leyfi mér að efast um að skýringin sé einfaldlega sú að foreldrarnir séu geðveikir grimmdarvargar og viðbjóðsleg útlendingakvikindi.

Ættum við kannski að slaka aðeins á grjótkastinu á meðan við kíkjum í okkar eigin ruslagáma?

Nauðgunarkærur sem tekjulind?

hammer-311342_640

Það er náttúrulega ekkert í lagi að hafa mök við 13 ára barn. Það er heldur ekkert í lagi að bjóða drukknum börnum í partý. Og jú það er hægt að ætlast til þess að fólk spyrji um aldur áður en það drífur sig í kynsvall með unglingum. En er þetta mál bara svo einfalt að strákurinn (varla vaxinn upp úr barnaskónum sjálfur) hafi sýnt gáleysi? Voru kannski fleiri sem sýndu gáleysi? Halda áfram að lesa

Af ýkjum feminista

ykjur

Fyrirsögnin á þessum pistli er röng. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að flestir feministar ýki neitt meira en gengur og gerist. Ég ákvað að nota þessa yfirskrift vegna þess að ég vil að sem flestir sem hafa áhuga á áhrifum kynferðis á það hvernig lífið leikur okkur, lesi hann og velti fyrir sér muninum á því sem talið er að rannsóknir sýni og því sem þær sýna raunverulega. Halda áfram að lesa

Þegar Þvagleggur sýslumaður gerðist aðalpersóna í fjölskylduharmleik

Sögurnar af óvenjulegum vinnubrögðum Þvagleggs sýslumanns, gætu eflaust fyllt heila bók. Flestir þekkja söguna af því hvernig Þvagleggur fékk viðurnefni sitt en ég hygg að einhverjir hafi gleymt sögu Helgu Jónsdóttur og fjölskyldu hennar. Sú saga varpar ljósi á frumlegar hugmyndir Þvagleggs sýslumanns um refsivörsluástæður. Halda áfram að lesa