„Heimska heimska kerlingarhelvíti!!!!!“
„Geðveika pakk!!“
„Þetta voru náttúrulega útlendingar.“
„Viðbjóðslegu kvikindi!“
„Hverskonar ógeðsfólk gerir svonalagað?“
„Hvílíkir grimmdarvargar!“
Svo mælti sú andlega heilbrigða þjóð sem hvern virkan dag fleygir 3 mannsfóstrum í ruslagáma sjúkrahúsanna. Í yfirgnæfandi meirihluta heilbrigðum fóstrum fullorðinna, heilbrigðra mæðra. Fóstrum sem voru deydd af þægindaástæðum.
Nei ég er ekki að stinga upp á neinum réttlætingum fyrir ungbarnamorðum en ég leyfi mér að efast um að skýringin sé einfaldlega sú að foreldrarnir séu geðveikir grimmdarvargar og viðbjóðsleg útlendingakvikindi.
Ættum við kannski að slaka aðeins á grjótkastinu á meðan við kíkjum í okkar eigin ruslagáma?