Sú innflytjendamýta sem ég verð mest vör við eru hin viðteknu sannindi:
Innflytjendavandamál skapast þegar ólíkri menningu er blandað saman. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Girl From North Country – Dylan
Inngangur að innflytjendamýtum
Síðustu daga hafa nokkrar mannvitsbrekkur sem kalla sig þjóðernissinna, tjáð sig um málefni strokuþrælsins frá Máritaníu á umræðukerfi DV. Þótt ég aðhyllist frjálslega flóttamannastefnu, skil ég vel áhyggjur þeirra sem sjá fyrir sér hörð kynþáttaátök og hafa áhyggjur af því að mikill fjöldi innflytjenda ali af sér efnahagsvanda og ýmis félagsleg vandamál. Ég hef hinsvegar takmarkað umburðarlyndi gagnvart skoðunum þeirra sem álíta að lausnin á þessum vanda sé fólgin í aðskilnaðarstefnu og telja hvítt fólk og kristið á einhvern hátt öðru fólki æðra og rétthærra. Halda áfram að lesa
Hvað er þessi nauðgunarmenning?
Í viðtali við DV um daginn sagðist Hildur Lilliendahl telja að kynferðisofbeldi ætti sér sjaldan rót í hreinræktaðri illsku heldur í mannlegum eiginleikum sem hægt er að hafa stjórn á svosem eigingirn, yfirgangssemi og tillitsleysi. Halda áfram að lesa
Dæmi um innflytjendamýtur
Innflytjendavandamál skapast þegar ólíkri menningu er blandað saman
Þetta fólk kemur hingað til að taka vinnu frá okkur
Þau koma hingað til að leggjast á velferðarkerfið
Kynlíf með múslímum
Byssumannasamtökin blóð og gröftur halda því fram að hvíti kynstofninn sé í útrýmingarhættu og álíta að besta ráðið til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Íslendingum sé að hindra samneyti okkar við aðra „óæðri“ kynstofna. Halda áfram að lesa
Hjartarsalt í minningu Sævars Ciesielksi
Undir stéttinni í bakgarðinum mínum býr maurasamfélag. Stundum sé ég kvikindin hreinlega streyma upp úr glufu milli hellnanna, hundruðum saman og marsera upp á þröskuldinn. Ég strái dátlitlu hjartarsalti á þröskuldinn og í kverkarnar, þeir forðast það og halda sig mest úti í garði. Þetta eru skaðlaus grey, jafnvel dálítið krúttleg hvert um sig um en verða ógeðþekk þegar þau koma saman í þúsundatali. Mér er sama um þá í hæfilegri fjarlægð en vil síður hafa þá iðandi á eldhússborðinu mínu.