Eftir meira en 13 mánuði í felum hefur flóttamaðurinn Mouhamed Lo loksins fengið því framgengt að mál hans verði tekið fyrir á Íslandi. (Ástæðan fyrir því að hann fór í felur er útskýrð hér.) Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Allt efni
Hvað gerist nú í máli Mouhameds?
Þótt Mouhamed Lo eigi ekki lengur á hættu að vera sendur til Noregs er málinu síður en svo lokið. Það sem getur gerst er eftirfarandi:
-Útlendingastofnun getur ákveðið að senda hann til Máritaníu. Það er mjög ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Íslendingar hafa hingað til látið aðrar þjóðir um að taka ábyrgð á slíkum voðaverkum. Halda áfram að lesa
Af hverju fór Mouhamed í felur?
Mouhamed fór í felur vegna þess að það var eina leiðin sem hann gat farið til þess að bjarga sjálfum sér frá þrældómi og pyndingum.
-Mouhamed flúði frá Noregi af því að Norðmenn ætluðu að senda hann til Máritaníu.
-Útlendingastofnun á Íslandi hafnaði hælisumsókn Mouhameds.
-Hann fékk tilkynningu um brottvísun til Noregs, enda þótt Norðmenn væru búnir að tilkynna Íslendingum að þeir myndu senda hann til Máritaníu.
-Mouhamed kærði úrskurðinn og fór fram á frestun réttaráhrifa. Það merkir að hann vildi fá að vera kyrr á Íslandi á meðan málið væri í áfrýjunarferli.
-Innanríkisráðherra synjaði honum um frestun réttaráhrifa, ætlaði semsagt að senda hann til Noregs, vitandi að hann yrði sendur þaðan til Máritaníu. Halda áfram að lesa
Ráðherrann á ruslahaugunum
Fyrir réttri viku átti ég óformlegan og óskipulagðan fund með Innanríkisráðherra. Staðsetning þessa fundar okkar var táknræn; ég hitti ráðherrann af tilviljun á einni af endurvinnslustöðvum Sorpu.
Þegar ég sá ráðherrann á ruslahaugunum rifjaðist upp fyrir mér pistill sem Haukur Már Helgason skrifaði um málefni flóttamanna fyrir rúmu ári nokkrum árum. Heiti pistilsins var „Að fara út með ruslið“ en þar sem Haukur Már er því miður búinn að eyða blogginu sínu er hann ekki lengur aðgengilegur þar. Halda áfram að lesa
„Það var búið að lofa henni ráðherrastól“
Katrín Júlíusdóttir búin með barneignafríið og nú þarf að stokka upp ríkisstjórnina af því að „það var búið að lofa henni ráðherrastól“. Fyrirgefið en hver er þessi „það“ sem lofaði henni ráðherrastól og með hvaða rétti?
Nú sé ég margra halda því fram að hún eigi eins og aðrir launamenn rétt á því að halda starfinu sínu þótt hún fari í barneignafrí. Þeir hinir sömu virðast líta fram hjá tvennu: Halda áfram að lesa
Neyðum stelpur til að vera eins og strákar
Setjum sem svo að í ljós komi að mjög lágt hlutfall fólks yfir fertugu hafi áhuga á rapptónlist. Væri það vandamál? Þyrfti að grípa til sérstakra ráðstafana til að þröngva fólki yfir fertugu til að hlusta á rapp? Halda áfram að lesa
Hvað annað var þessi stundakennari að bardúsa?
Íslenskir fjölmiðlar eru ömurlegir.
Í dag getum við lesið allt um það hvað Emmu Watson finnst um djammið í Reykjavík og við höfum blessunarlega verið leidd í sannleika um það að Ásdís Rán og Sveinn Andri eigi sama afmælisdag. Halda áfram að lesa