Beiðni til Brandarakastljóss

Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða var það Nubo Huang? Halda áfram að lesa

Lygin í klámlöggunni

Dines

Gúggull þekkir þig. Hann veit hvað þú vilt sjá. Gail Dines heldur því fram að í „hinni dæmigerðu klámmyndasenu“ séu þrír kallar að hamast á sömu konunni, kvelja hana, hárreyta, lemja hana, niðurlægja og nauðga henni í öll líkamsop samtímis, oft þannig að þjáningin lýsi af henni og í sumum tilvikum kasti hún upp. Halda áfram að lesa

Nokkrar athugasemdir við ræðu Geirs Jóns

Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.

Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa