Mitt fyrsta ljóð

Ég var nú svo lítil að ég man ekkert eftir því sjálf en móðir mín sagði mér einhverntíma sögu af mínum fyrstu skáldskapartilburðum. Ég var víst bara rétt orðin talandi og ekki búin að læra rím og stuðla.

Ég sat á rauða gólfteppinu í Efstalandinu og söng:

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi.
Amma stóð við gluggann og horfði út
„Ætlar karlhelvítið ekkert að fara að koma?
Ja sá sklasko heyra það þegar hann kemur.“

Ég sel þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana og þess ber að geta að móðir mín er ennþá lygnari en ég sjálf. Ég minnist þess þó að hafa sagt sklasko fram yfir fimm ára aldur.

Fánaberar fávísinnar

Ég þakka lesendum skjót viðbrögð við beiðni minni um afrit af glærum sem ég nefndi í pistli gærdagsins. Ég fékk póst frá fólki sem ætlaði að útvega umrædd gögn en greip í tómt þar sem búið var að fjarlægja allt efni námskeiðsins af vefnum og einnig frá lesanda sem gat engu að síður gefið mér miklar og gagnlegar upplýsingar. Einnig heyrði ég frá fólki sem hefur á sama hátt og ég frétt af því að verk þess séu til umfjöllunar í kynjafræðinámskeiðum en á þess ekki kost að skoða hvort sú umfjöllun er fagleg og sanngjörn. Halda áfram að lesa

Vill einhver leka í mig leyniskjölum úr kynjafræðinni?

aðgangur

Ég stend í þeim undarlegu sporum að vera synjað um aðgang að námsefni þar sem vitnað er í skrif mín. Þessi staða varð mér tilefni hugrenninga um hlutverk háskóla og eignarhald á þekkingu. Þótt þessi pistill fjalli fremur um háskóla en kynjapóltík finnst mér rétt að birta hann á þessu svæði þar sem hann er sprottinn af  kynjafræðikennslunni í HÍ.

Halda áfram að lesa

Grýla gamla og feðraveldið

download (1)Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu og jólasveinanna fyrr og nú. Halda áfram að lesa

Gestapistill um lögleiðingu vímuefna

Here is the English version of this article, written by Thorkell Ottarsson.

Þetta er gestapistill eftir Þorkel Ágúst Óttarsson. Þorkell hefur starfað í gistiskýli fyrir útigangsfólk í Drammen í Noregi í sex ár. Það áður vann hann í eitt ár á heimili fyrir geðfatlaða þar sem flestir voru í neyslu.

Halda áfram að lesa

Óður til letinnar

Letingjar eru í senn nytsamar verur og skaðlegar.

Þúsund þakkir, þið sem eruð mér ósammála en dreifið pistlunum mínum samt af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur. Þið eruð æði.

Og þið sem eruð mér sammála en skammið mig af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur, þið eruð líka æði. Án ykkar myndi engin hjarðmennska þrífast.

Umræður

Trúboð í skólum er ekkert skaðlegt

Hvernig getur það skaðað börn þótt prestar heimsæki skólann, tali um kærleika og miskunnsemi og kenni börnunum að spenna greipar? Hafa þau eitthvað illt af því að læra að syngja Jesús er besti vinur barnanna? Ef þetta flokkast sem trúboð, hvernig stendur þá á því að mörg þessara barna verða samt trúleysingjar? Halda áfram að lesa