Ég held að það vanti eitthvað inn í tilfinningaskalann hjá mér. Er það ekki merki um að maður sé að verða of raunvísindasinnaður þegar stefnumót verður hvorki fugl né fiskur og maður lítur svo á að enn einn vinudagurinn sé búinn og nú sé pása til morguns.
Ef maður fer heim án væntinga, án gleði ekki með neitt dramakast í farteskinu heldur og segir sjálfum sér að í allri sölumennsku megi gera ráð fyrir að fá 9 nei á móti einu jái og því sé algerlega óréttlætanlegt að fara í fýlu yfir kærastaleysi fyrr en maður er búinn að fá 9 nei, jafnvel fleiri ef duttlungafullar fyrrverandi hjásvæfur eru í úrtakinu; Halda áfram að lesa