Verðlaunagetraun

Nú ætla ég að veita þeim fyrsta sem svarar tveimur spurningum rétt, viðurkenningu. Verðlaunin eru tveir miðar á leiksýningu að eigin vali.

Spurningarnar eru þessar:

-Hvaða fyrirtæki sér um umhverfismat fyrir álverið sem mun væntanlega rísa á Reyðarfirði?
-Hverskonar fyrirtæki var lokað vegna mengunar, á Reyðarfirði í mars árið 2003?

Sölumaðurinn

Sölumaðurinn kom aftur við hjá mér í dag.

Ég á pínulítið erfitt með að trúa því að hann kæri sig alls ekkert um konu nema til að hjakkast á henni.

Never ending story

Sæti sölumaðurinn, sá hinn sami og mætti á krossgátukeppnina úfinn og í lopapeysu, kom í búðina í dag. Vantaði trix til að verða sér úti um konu sem ekki er í leit að alvarlegu sambandi.

Huggulegir menn á lausu eru yfirleitt ekki að leita að alvarlegu sambandi. Ef svo væri, væru þeir ekki á lausu.

Frí

Í dag var ég í fríi. Þ.e.a.s. ég var ekki í vinnunni. Ég mokaði út úr herbergi Ygglibrúnarinnar og úr geymslunni. Báðar þessar vistarverur voru svo stútfullar af drasli að ég varð að ryðja mér leið inn. Byrjaði kl 9 í morgun, tók mér samtals tveggja tíma hlé með matartíma og var að setjast viður rétt í þessu.

Tvö bílhlöss af drasli farin út og meira eftir. Prinsinn kemur heim á morgun, mun að vísu stoppa stutt en ég reikna fastlega með geðbólgu og taugadrullu yfir aðkomunni. Hann verður alltaf svo öryggislaus þegar hann sér herbergisgólfið sitt þessi elska.

Á morgun verð ég líka í fríi. Þá ætla ég að klára tiltektina og taka svo bókhaldið í gegn. Hæfileikar mínir til að njóta frístunda hljóta að vera í sérflokki.

Allt á floti

Hinn afkastakáti ástmögur minn reis upp við dogg, sýnilega undrandi á áhugaleysi mínu á frekari þjónustu og spurði hvort ég hefði nokkurntíma fengið „sprautufullnægingu“.
-Hkvmprhh -og hvað skyldi það nú vera? kurraði ég, sem hafði ekki heyrt þetta orð notað fyrr og datt helst í hug óvarðar samfarir eða þessháttar sóðaskapur. Halda áfram að lesa

Hvað má hann kosta?

Líf mitt er þægilegt.

Að vísu álíka spennandi og fasteignasjónvarpið en ef mig vantar sögur til að segja barnabörnunum get ég bara logið einhverju að þeim.

Þegar líf manns er ömurlegt finnst manni að allar breytingar hljóti að vera skárri en kyrrstaðan. Þegar allt gengur vel, hef ég áhyggjur af því að allar breytingar, sama hve heitt ég þrái þær, muni raska jafnvæginu. Halda áfram að lesa