Hér er nú eitt nýlegt dæmi um afrek Útlendingastofnunar og má þó leiða líkur að því að fæst slíkra mála séu nokkurntíma kærð. Hvað varð annars um þennan mann? Ég hef kannski ekki fylgst nógu vel með en hafi eitthvað meira af honum frést hefur það farið fram hjá mér.
Greinasafn eftir:
Sex orða meme handa Birni
Yfirklórið gengur fram af mér. Enginn þarf að óttast um líf sitt vegna kosningaþáttöku nei, í landi þar sem 1500 manns féllu á innan við tveimur mánuðum! Þá eru ótaldir þeir sem hverfa, sæta pyndingum og öðrum ofsóknum. Þetta er svona álíka gáfulegt og að tala um friðarferlið í Ísrael-Palestínu. Og það sem er nú kannski aðalmáli hér; umsóknin var ekki tekin fyrir. Menn eru að komast að þessu niðurstöðum eftir að hafa sent hann úr landi.
Það væri annars gaman að heyra múkk frá Jónínu Bjartmarz, sem hefur nú áður látið málefni flóttafólks til sín taka.
Hér er meme handa Birni:
Lítilla sanda, runkaði sér yfir reglugerðum.
Hittumst við Skuggaráðuneytið kl 12. Það þarf samt harðari aðgerðir en að veifa skilti.
Já en hann var nú bara að vinna vinnuna sína
Og ég kalla til ábyrgðar: íslensk stjórnvöld sem tóku ákvörðun um að hjálpa Paul Ramses ekki, bara af því að þau gátu komist hjá því og Útlendingastofnun sem mánuðum saman dró lappirnar og vanrækti þá skyldu að setja mál hans í flýtimeðferð. Aukinheldur: lögreglumennina sem fóru inn á heimili hans og handtóku hann saklausan, lögregluþjónana sem leiddu hann út úr lögreglustöðinni við Hverfisgötu og inn í bíl sem flutti hann til Keflavíkur í nótt sem og áhöfn flugvélarinnar sem fór með hann til Ítalíu.
Það er með öllu óþolandi að fólk sem tekur þátt í svínaríi skuli alltaf geta gengið að því vísu að almenningur sætti sig við afsökunina „ég er bara að vinna vinnuna mína“. Þeir sem skrúfuðu frá gasinu í fangabúðum Nasista voru líka bara að vinna vinnuna sína. Allt þetta fólk hefur væntanlega vitað að för Paul Ramses til Ítalíu er að öllum líkindum aðeins millilending á leið hans til ofsókna, pyndinga og jafnvel dauða. Fólk hættir ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þótt það sé í vinnunni.
Glætan
LOL. Löggan er áreiðanlega með sérstaka manneskju í því að taka skýrslur af fólki sem kvartar um hávaða.
Nánar um ógnina
Mér var bent á það í dag að það væri kannski full langt gengið að líkja flugi við heimilisofbeldi. Það var auðvitað ekki hugsunin hjá mér. Samgöngur eru nauðsynlegar, bjarga mannslífum og allt það. Mér finnst hinsvegar ástæða til að gagnrýna það viðhorf að umhverfissjónarmið séu ógnvaldur.
Ég legg ekki til að flug verði aflagt en það er bara staðreynd að við sem jörðina byggjum, ekki síst Íslendingar, notum miklu meiri olíu en við þurfum nauðsynlega á að halda. Og það er bara einn þáttur í þeirri gengdarlausu neysluhyggju sem ógnar náttúrunni og framtíð jarðarinnar.
Það er ekki umhverfisvernd sem er vandamálið, heldur ofneyslan. Það hlýtur að koma að því að við þurfum að finna leið til að vera glöð án þess að sukka endalaust í munaði. Okkur er engin vorkunn þótt við leggjum á okkur að fara með dagblöð og gosumbúðir í endurvinnslu. Við eigum ekkert bágt þótt við komumst ekki til útlanda tvisvar á ári. Við eigum ekki einu sinni bágt þótt komi að því að við munum nokkurnveginn hvað er í ísskápnum og þurfum jafnvel að láta okkur hafa það að nýta það áður en það skemmist.
Ógnin sem steðjar að okkur er hófleysið. Ekki umhverfisverndin.
Erna lýgur
Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls, svarar gagnrýni Bjarkar Guðmundsdóttur á áliðnaðinn í Mogganum í gær. Svo langt gengur hún í lyginni að halda því fram að tengsl Alcoa við hergagnaframleiðslu séu ekki önnur en þau að selja efni sem notað er í flest farartæki, hvort sem það eru bílar, herþotur eða eitthvað annað.
Hérna er bent á nokkrar áhugaverðar staðreyndir. Það er svosem alveg hugsanlegt að Erna bara viti þetta ekki en ef svo er getur hún varla talist hæf til að gegna starfi sínu. Öllu líklegra þykir mér að hún sé sama lygatussan og aðrir atvinnustóriðjusinnar sem þiggja laun fyrir að slá ryki í augu almennings og viðhalda þannig valdi stórfyrirtækja, valdi sem almenningur hefur aldrei fengið tækifæri til að hafa áhrif á með svo miklu sem einum krossi á kjörseðli.
Ógn
Skelfilegir þessir umhverfissinnar sem trufla notalega smáborgaratilveru okkar með því að vekja athygli á óþægilegum staðreyndum. Og það væri nú fínt ef umhverfissinnar væru eina hugsjónafólkið en það er nú aldeilis ekki svo. Það er líka til í dæminu að kvenréttindabaráttan ógni heimilsofbeldi, krabbameinsforvarnir ógna reykingum og mannréttindabaráttan ógnar starfsemi Gutanámo.
Hroðalegt ástand alveg.