Erna lýgur

Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls, svarar gagnrýni Bjarkar Guðmundsdóttur á áliðnaðinn í Mogganum í gær. Svo langt gengur hún í lyginni að halda því fram að tengsl Alcoa við hergagnaframleiðslu séu ekki önnur en þau að selja efni sem notað er í flest farartæki, hvort sem það eru bílar, herþotur eða eitthvað annað.

Hérna er bent á nokkrar áhugaverðar staðreyndir. Það er svosem alveg hugsanlegt að Erna bara viti þetta ekki en ef svo er getur hún varla talist hæf til að gegna starfi sínu. Öllu líklegra þykir mér að hún sé sama lygatussan og aðrir atvinnustóriðjusinnar sem þiggja laun fyrir að slá ryki í augu almennings og viðhalda þannig valdi stórfyrirtækja, valdi sem almenningur hefur aldrei fengið tækifæri til að hafa áhrif á með svo miklu sem einum krossi á kjörseðli.

One thought on “Erna lýgur

  1. ——————
    Auðvitað lýgur hún. Það er vinnan hennar núna.

    Posted by: Vésteinn Valgarðsson | 23.06.2008 | 5:05:05

    ——————

    hmm,hún segir að Alcoa framleiði ál og það er notað í allt mögulegt þ.m.t hergögn. Þú vísar í grein sem segir það sama þannig hvar er lygin ?

    Annars þetta :

    The urge to save humanity is almost always a false face for the urge to rule it.

    – H.L. Mencken

    Posted by: Guðjón Viðar | 23.06.2008 | 11:08:10

    ——————

    Hún setur þetta upp eins og þetta sé svona svipað eins og ef Húsasmiðjan væri ásökuð um aðild að fíkniefnasölu með því að bjóða til sölu grammavogir.

    Alcoa er hergagnaframleiðandi, ekki léttmálmabúð sem sýnir þá kurteisi að afgreiða ljótu kallana eins og annað fólk. Allar tilraunir til að breiða yfir það eða láta ábendingar um það líta út fyrir að vera heimskulegar eða ósanngjarnar, eru lygi.

    Posted by: Eva | 23.06.2008 | 12:45:01

    ——————

    Ég svaraði henni með grein sem ég sendi á Morgunblaðið. Vona að hún birtist, reyni annars að finna annan stað fyrir hana.

    Posted by: Snorri | 23.06.2008 | 15:05:41

    ——————

    Ég svaraði henni með grein sem ég sendi á Morgunblaðið. Vona að hún birtist, reyni annars að finna annan stað fyrir hana.

    Posted by: Snorri | 23.06.2008 | 15:05:53

Lokað er á athugasemdir.