Ég er víst að fara út á lífið. Ein. Allir sem ég myndi venjulega fá til að koma með mér eru annaðhvort að heiman, ástfangnir, að vinna eða að hamast við að skipuleggja byltingu. Ég verð vessgú annaðhvort að kynnast einhleypu fólki eða hanga ein öll fríkvöld það sem eftir lifir sumars og það er ekki nema hálfnað enn. Ég er virkilega að leggja mig fram um að vera roslega jákvæð. Af hverju í fjandanum byrjar þetta frábæra ‘líf’ aldrei fyrr en um miðja nótt?
Annars er mér engin vorkunn. Það er svo mikil óregla á mér þessa dagana að ég man bara ekki annað eins tímabil síðan ég var að vinna á veitingahúsi fyrir 4 árum og þá oft langt fram á nætur. Ég hlýt allavega að geta haldið mér vakandi til 2.
————————————-
Einhver veiði….?
Posted by: lindablinda | 22.06.2008 | 18:34:40
————————————-
segðu nú ekki að sumarið sé hálfnað.
Posted by: baun | 22.06.2008 | 20:45:05
————————————-
Sumarsólstöður afstaðnar og Jónsmessa næstu nótt… Mér þykir það leitt.
Posted by: Eva | 22.06.2008 | 21:17:18