Hræsnarar

Samkvæmt skoðanakönnun sem var birt í gær held ég frekar en fyrradag telja um 70% þjóðarinnar að mannréttindi séu nokkurra fórna virði.

Hinsvegar sjá 60% þjóðarinnar enga sérstaka ástæðu til þess að við tökum á móti pólitískum flóttamönnum. Þetta fólk (sem sumt þykist þó tilbúið til að færa fórnir í þágu mannréttinda) álítur semsagt að það sé eðlilegt að við vísum fólki sem hefur sætt ofsóknum, bara eitthvert annað.

Líklega telja nokkuð margir að mannréttindi séu þess verð að einhverjir aðrir færi fórnir fyrir þau.

mbl.is Mikill meirihluti hlynntur íslenskunámi

Sííííríusslí?

Voðalega á ég erfitt með að trúa því að undirbúningur fyrir athafnir á vegum drottningar taki mörg ár. Eða man einhver eftir því að það hafi einhversstaðar í heiminum tekið svo langan tíma að hola einhverjum þjóðarleiðtoga niður eða gifta einhvern prins?

Ætli járnfrúin sé ekki bara eitthvað lasin? Það er allavega hefð fyrir því þegar valdamenn og miklir áhrifamenn veikjast að logið sé til um ástand þeirra fram á hinstu stund.

Aldrei þessu vant er ég sammála Geir

Líklega er búið að ákveða að álver rísi á Bakka, hvort sem náttúran þolir það eða ekki. Sú ákvörðun verður keyrð í gegn, hvað sem öllu umhverfismati líður. Það er því rökrétt hjá Geir að líta á umhverfismat sem óþarfa.

Aldrei þessu vant er ég sammála honum. Það þjónar ekki tilgangi að leggja í kostnað við mat á umhverfisáhrifum sem allir vita að eru bæði óviðunandi og óafturkræf. Ég virði Þórunni fyrir viðleitni hennar til að tefja málið en það eina sem mun skila árangri er að almenningur rísi upp gegn þessu stóriðjubrjálæði og steypi Geir og ríkisstjórn hans af stóli.

 

mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur

Kjeeellingin gerir upp á milli ódáma – væl, væl

Hnuhh! Af hverju er svona hræðilegt að álver og aðrar stórframkvæmdir þurfi að fara í umhverfismat? Hafa menn kannski áhyggjur af því að þær standist ekki matið? Er svona mikil hætta á að ekki fáist leyfi til framkvæmda sem taldar eru líklegar til að valda óviðunandi skaða á náttúrunni?

Og ojojoj ljóta kerlingin að leyfa ekki Norðlendingum að skemmileggja líka fyrst Suðurnesjamenn komast upp með það. Er virkilega svona erfitt að sjá frekar lógíkina í því að stöðva ósómann í Helguvík? Hvernig gengur það gegn meðalhófi að láta menn taka afleiðingunum af því að byrja á svona svínaríi í leyfisleysi?

mbl.is Undirbúningur skemmra kominn

Hvaða vandamál?

Kannski það vandamál að Landsvirkjun verði settur stóllinn fyrir dyrnar með að vaða yfir allt og alla án tillits til fólks og náttúru?

Landsvirkjun hefur iðulega vandamál í för með sér. Friðrik Zophusson er eitt þeirra.

mbl.is Kemur á óvart

Ef þú smælar framan í heiminn

Já, við skulum endilega sýna þeim stjórnvöldum virðingu sem dæma unglinga til langrar fangavistar og draga lítil börn fyrir dóm ef þau lenda í klóm fíkniefnasala.

Og þeim sem fremja þjóðarmorð.

Og þeim sem drepa ungbörn.

Og þeim sem grýta fólk til bana.

Og þeim sem endurskilgreina pyntingar -og beita þeim.

Skömm mín á ríkisstjórn minni og forseta er harmi blandin. Ég skammast mín ekki fyrir að vera Íslendingur en ég skammast mín fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ólafur Ragnar Grímsson skuli vera það.

mbl.is Þrjú börn dæmd í þriggja ára fangelsi

Saving Iceland á Ítalíu og í Sviss

Merkilegt með hergöng sem eru framleidd hjá fyrirtækjum Alcoa. Þau eru eingöngu notuð til að verja fólk. Ekki til að ráðast á neinn.

http://savingiceland.puscii.nl/?p=2409&language=is

Ég sé að í greinina vantar tengil en ég reikna með að þetta sé tengillinn sem átti að fylgja henni:

Netsíða Alcoa

Og hér er svo smá á íslensku:

Alcoa er að eigin sögn hergagnaframleiðandi