Hræsnarar

Samkvæmt skoðanakönnun sem var birt í gær held ég frekar en fyrradag telja um 70% þjóðarinnar að mannréttindi séu nokkurra fórna virði.

Hinsvegar sjá 60% þjóðarinnar enga sérstaka ástæðu til þess að við tökum á móti pólitískum flóttamönnum. Þetta fólk (sem sumt þykist þó tilbúið til að færa fórnir í þágu mannréttinda) álítur semsagt að það sé eðlilegt að við vísum fólki sem hefur sætt ofsóknum, bara eitthvert annað.

Líklega telja nokkuð margir að mannréttindi séu þess verð að einhverjir aðrir færi fórnir fyrir þau.

mbl.is Mikill meirihluti hlynntur íslenskunámi

One thought on “Hræsnarar

  1. —————————————————-

    Talandi um mannréttindi, þá er minn skilningur sá að ekki sé nóg að taka eingöngu á móti þeim. Heldur VERÐA þeir(flóttamennirnir)að sýna að þeir séu komnir hingað til að vera hér í sátt og samlyndi við þá sem fyrir eru. Mikið hefur mér þótt bera á því að þeir vilji koma hingað og halda áfram með SÍNA menningu. Ímyndaðu þér bara hvernig yfihalningu þú fengir úti í öðru landi, myndir þú sýna af þér sama djöfulganginn og er hér í ÆÐI mörgu. 

    Eiríkur Harðarson, 4.8.2008 kl. 17:37

    —————————————————-

    Miðað við það sem gekk á suður á Akranesi er sennilega ekki skrýtið að fólk sé ekki reiðubúið að samþykkja flóttamenn skilirðislaust. Viltu fórna málinu okkar fyrir hugsanlegt frelsi og hugsanlegt nýtt líf fólks sem hugsnlega vill ekki fórna sinni menningu og hefðum á nokkurn hátt í nýju landi, hvað þá tileinka sér þá siði og venjur sem gilda í nýja landinu. Líti fólk á þetta bara sem gististað nokkrar nætur og það ókeypis, þá er þetta nokkuð vafasamt að vera að standa í þessu.

    Sigurbrandur Jakobsson, 4.8.2008 kl. 21:11

    —————————————————-

    Þarna er ég sammála þér Eva, þessar tölur stangast gjörsamlega á. En ég held að íslendingar séu enn óttalegir molbúar þegar kemur að menningarheimum annarra þjóða og hvernig á að bera sig til við að veita fólki frá þeim aðstoð án þess að hræðast stöðugt að við séum að fórna eigin landi og menningu.

    Svanur Gísli Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 23:41

    —————————————————-

    Hvaða djöfulgang ertu að tala um Eiríkur? Íslenska drykkjumenningu? Íslenska stundvísi? Eða eitthvað allt annað?

    Það er ekkert hægt að ætlast til þess að fólk frá fjarlægum heimshlutum sleppi tökum á menningu sinni. Gera Íslendingar það kannski þegar þeir flytja til útlanda?

    Við eigum vitanlega ekki að líða ofbeldi, jafnvel þótt það sé hluti af „menningu“ annarra. Við eigum að kynna viðhorf, siði og lög og það hvernig þeim er framfylgt. Það gilda t.d. allt önnur viðhorf til ölvunaraksturs í Póllandi en hér og það þyrftu Pólverjar að fá á hreint um leið og þeir koma til landsins.

    Við eigum að bjóða upp á góða íslenskukennslu og upplýsingar um allt sem máli skiptir og stuðning við að samlagast íslensku samfélagi.  Að öðru leyti skil ekki þessa hysteríu gagnvart  fjölmenningarsamfélagi. Hversvegna lætur fólk það fara svona mikið í taugarnar á sér hvernig annað fólk hagar lífi sínu?

    Eva Hauksdóttir, 5.8.2008 kl. 00:02

    —————————————————-

    Sigurbrandur: ég held að íslenskunni stafi ekki nein hætta af flóttamönnum. Ég hef ekki áhyggjur af því að arabiskuskotin íslenska eða kínversk setningargerð nái fótfestu hér. Málinu stafar hinsvegar hætta af yfirgnæfandi framboði á afþreyingarefni á ensku og illa talandi fjölmiðlafólki.

    Hitt er svo annað mál að ef þessir afarkostir væru til staðar; að fórna tungumálinu fyrir nokkur hundruð mannslífa, þá segði ég já. Ég hef verið kölluð málfarsfasisti en mér þykja mannslíf samt sem áður dýrmætari en bæði íslenskan og súrsuð sviðasulta samanlagt.

    Eva Hauksdóttir, 5.8.2008 kl. 00:09

    —————————————————-

    Það er nú samt ekki hægt að koma í veg fyrir árekstra á milli menningarheima, með margskonar hættu, eins og svo dæmigert er í Bandaríkjunum sem dæmi. Og því miður er farið að bera á stríði milli kynþátta í Reykjavík. Það er hræsni af hörðum friðarsinna að vilja bjóða svona hættu heim bara í nafni hugsjóna. Hugsjónir stilla ekki til friðar.

    Sigurbrandur Jakobsson, 5.8.2008 kl. 16:11

    —————————————————-

    „bara í nafni hugsjóna“ -hvað áttu við? Áttu við að það væri í lagi ef einhverjar aðrar ástæður en mannúðarsjónarmið lægju að baki, t.d. ef það væri þjóðhagslega hagkvæmt? Það er rétt að hugsjónir stilla ekki til friðar. Friður næst með þvingunum  úr öllum áttum. Það er  hinsvegar æskilegt að hugsjónir fremur en viðskiptahagsmunir liggi að baki ákvörðunum um slíkan þrýsting

    Við búum þegar við árekstra milli menningarheima. Frjálst flæði vinnuafls innan Evrópu hefur að sjálfsögðu leitt af sér árekstra. Það var fullkomlega fyrirsjáanlegt en engu að síður gerði sú volaða ríkisstjórn sem þá sat við stjórnvölinn, ekki neitt raunhæft til að bregðast við vandamálum sem fylgja því þegar sveitarþorp verður að fjölmenningarsamfélagi á svo til einni nóttu. Sú sem við höfum yfir okkur núna stendur sig ekki hótinu betur.

    Það er hægt að grípa til ýmissa ráðstafana til að auðvelda þetta ferli, þegar fjölmenningarsamfélag er að myndast. Það er ekki hægt að koma alveg í veg fyrir árekstra enda verða þeir líka milli menningarkima þótt engir útlendingar komi þar nærri.

    Eva Hauksdóttir, 6.8.2008 kl. 12:29

    —————————————————-

    Á mínum vinnustað vinna pólverjar, mjög góðir verkmenn og duglegir með afbrigðum og hinir bestu drengir. Þeir eru allir búsetir í sveitafélaginu og flestir þeirra eiga sín hús sjálfir. Þeir hafa lagað sig mjög vel að íslensku samfélagi. Málið er að hægt er að koma í veg fyrir árekstra með stuðningi og ákveðni og eins að komið sé fram við fólk frá ólíkum menningarheimum af heilindum. Það er ekki rétta stefnan að flytja fólk inn bara til að hagnast á því eða upphefja sjálfan sig.

    Sigurbrandur Jakobsson, 6.8.2008 kl. 20:20

    —————————————————-

    Við erum greinilega sammála Sigurbrandur.

    Eva Hauksdóttir, 7.8.2008 kl. 00:41

    —————————————————-

    Það er gott Eva, að við séum sammála um eitthvað.

    Bestu kv

    Sigurbrandur Jakobsson, 7.8.2008 kl. 23:14

Lokað er á athugasemdir.