Ef þú smælar framan í heiminn

Já, við skulum endilega sýna þeim stjórnvöldum virðingu sem dæma unglinga til langrar fangavistar og draga lítil börn fyrir dóm ef þau lenda í klóm fíkniefnasala.

Og þeim sem fremja þjóðarmorð.

Og þeim sem drepa ungbörn.

Og þeim sem grýta fólk til bana.

Og þeim sem endurskilgreina pyntingar -og beita þeim.

Skömm mín á ríkisstjórn minni og forseta er harmi blandin. Ég skammast mín ekki fyrir að vera Íslendingur en ég skammast mín fyrir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ólafur Ragnar Grímsson skuli vera það.

mbl.is Þrjú börn dæmd í þriggja ára fangelsi

One thought on “Ef þú smælar framan í heiminn

  1. ——————————————

    Sæl. Eva góður pistil hjá þér nú er ég sammála þér, viðbjóður þrjú börn dæmd.

    Kv. Sigurjón Vigfússon

    Rauða Ljónið, 26.7.2008 kl. 23:00

    ——————————————

    Það að dæma börn hefur lengi verið stundað og raunar algengt í Ameríkunni, sérstaklega á Biblíubeltinu.

    Sigurður Þórðarson, 27.7.2008 kl. 09:06

    ——————————————

    Tékkaðu á hvað börn eru gömul sem eru send í fangelsi hér á landi.

    Einar Oddur Ólafsson, 27.7.2008 kl. 09:48

    ——————————————

    Ég er ekkert að afsaka úrræðaleysi Íslendinga. Ég vann sem fangavörður í sumarafleysingum á Litla Hrauni eitt sumar og kynntist þá m.a. 19 ára dreng sem var að afplána annan fangelsisdóm sinn þar. Þessi piltur var hroðalegt dæmi um fórnarlamb aðstæðna, alinn upp við hroðalegar aðstæður og orðinn dagneytandi á fíkniefni um 12 ára aldur. Litla Hraun er ekki rétta úrræðið fyrir krakka í þessari stöðu og ekki ætla ég að réttlæta að slíkt skuli viðgangast. Þriggja ára fangelsisdómar vegna brota 14 ára unglinga hafa þó sem betur fer ekki tíðkast og ég á nú svona frekar von á að íslenska dómskerfið myndi líta á 9 ára dópsmyglara sem þolanda en glæpamann. Fyrir utan það að mig grunar nú að aðstæður í íslenskum fangelsum séu ívið skárri.

    Eva Hauksdóttir, 27.7.2008 kl. 10:40

    ——————————————

    Ég tek undir þetta með þér Eva.  Góður, stuttur og þarfur pistill.  Hittir beint í mark.

    Kveðja, Björn bóndi  ïJð

    Sigurbjörn Friðriksson, 27.7.2008 kl. 14:25

Lokað er á athugasemdir.