„Nokkur ungmenni“ hljóta að hafa verið sérdeilis afkastamikil í kastinu fyrst er svona mikið verk að þrífa húsið. Ég sá nú reyndar ekki betur en að flestir þeirra sem voru að kasta eggjum og grænmeti væru á þrítugsaldri og þetta voru tugir manns en ekki nokkrar hræður. En moggavefurinn er væntanlega alveg tilbúinn til að taka þátt í sögufölsun.
Þátttakan eykst með hverri viku og er það vel en ekki get ég séð að ráðamenn, hvað þá stjórn Seðlabankans taki það sérstaklega nærri sér þótt þúsundir manna hlusti á ræður á Austurvelli. Það þarf greinilega róttækari aðgerðir til að ríkisstjórnin og aðrir sem hlut eiga að máli, druslist til að axla ábyrgð á ástandinu.