Eins og við er að búast

Gjaldþrot auðmanna, sem þjóðin öll er pínd til að taka á sig, hefur í för með sér skerta þjónustu. Það fyrsta sem verður skorið niður eru framlög til listsköpunar.  Næst kemur heilbrigðisþjónusta, þá félagsþjónusta og jafnhliða henni íþróttir.

Ýmis önnur menningarstarfsemi, svosem fjárhættuspil, sprúttsala og vændi, mun hins vegar blómstra sem aldrei fyrr. Ég legg til að Þjóðleikhúsinu verði breytt í spilavíti.

mbl.is Litlar líkur á að takist að greiða niður uppsafnaðar skuldir