Nú eru að spretta upp glás af facebookhópum sem vilja einhverja Siggu í 2.-3. sætið eða einhvern Guðjón í 5.-6- sætið. Eða öfugt.
Ég ætla ekki að styðja neinn í 1. sætið, 18. sætið eða neitt þar á milli. Sá sem styður einhvern í sæti á lista er nefnilega þar með að styðja flokkakerfið, sem er ein af rótum allra okkar vandamála. Að skipta út fólki er jafn raunhæf lausn eins og að setja ferska mjólk í ílát sem hefur súrnað í, án þess að þvo það.
Ef ætlunin er í alvöru að viðhalda sama, rotna stjórnskipulaginu og þar með sama valdapotinu, vinsældaslagnum og lýðskruminu; ef þjóðin ætlar að sætta sig við þá lendingu, þá á hún skilið að fá Sjálfstæðisflokkinn yfir sig eina ferðina enn. Því miður bitnar það þó ekki bara á þeirri spólhugsandi sauðahjörð sem jarmar af þakklæti fyrir þetta aukatækifæri til að setja kross á blað, heldur líka á komandi kynslóðum.
Hvernig komast menn annars að þeirri niðurstöðu að það breyti einhverju að setja siggurnar og guðjónana í einhver ákveðin sæti? Er einhver rökhugsun mér framandi á bak við það, eða er fólk einfaldlega fífl?