Nú eru að spretta upp glás af facebookhópum sem vilja einhverja Siggu í 2.-3. sætið eða einhvern Guðjón í 5.-6- sætið. Eða öfugt.
Ég ætla ekki að styðja neinn í 1. sætið, 18. sætið eða neitt þar á milli. Sá sem styður einhvern í sæti á lista er nefnilega þar með að styðja flokkakerfið, sem er ein af rótum allra okkar vandamála. Að skipta út fólki er jafn raunhæf lausn eins og að setja ferska mjólk í ílát sem hefur súrnað í, án þess að þvo það.
Ef ætlunin er í alvöru að viðhalda sama, rotna stjórnskipulaginu og þar með sama valdapotinu, vinsældaslagnum og lýðskruminu; ef þjóðin ætlar að sætta sig við þá lendingu, þá á hún skilið að fá Sjálfstæðisflokkinn yfir sig eina ferðina enn. Því miður bitnar það þó ekki bara á þeirri spólhugsandi sauðahjörð sem jarmar af þakklæti fyrir þetta aukatækifæri til að setja kross á blað, heldur líka á komandi kynslóðum.
Hvernig komast menn annars að þeirri niðurstöðu að það breyti einhverju að setja siggurnar og guðjónana í einhver ákveðin sæti? Er einhver rökhugsun mér framandi á bak við það, eða er fólk einfaldlega fífl?
—————————————-
Mér finnst þessi tillaga um persónukjör nokkuð athyglisverð. Það væri svona eins og prófkjör en vonandi án þess kostnaðar sem fylgir slíku. Málið er bara að kjósendur flokka vilja fá að velja sína frambjóðendur. Þeir vilja líka fá að senda viss skilaboð eins og ég vildi senda frambjóðendum í prófkjöri Sjálfstæðismanna (þ.e.a.s ef ég væri ekki búsettur í Danmörku sem ég er), kjósa þá sem voru ekki á þingi og gefa nýju fólki tækifæri.
Posted by: Guðjón Viðar | 21.02.2009 | 16:24:46
—————————————-
Ég vil ganga miklu lengra. Ég vil geta sett t.d. bæði Jóhönnu og Kristinn H Gunnarsson á lista. Leggja þetta fjandans flokkakerfi bara niður. En ææ, Geir er víst búinn að banna að verði fiktað við stjórnarskrá og kosningalög svo við bíðum þá bara eftir því að hann komist aftur að og passi upp á gamla fúabrakið af kerfi.
Posted by: Eva | 21.02.2009 | 17:23:02
—————————————-
Man, I thought Geir had already decided not to run again, with the cancer and all? And dude, everything I´ve read about that disease makes me think he got it from letting too much negative energy come into him, and flow out of him. He should totally get some crystals or something, and try to meditate more. Stress is so not helpful, or healthy. I might be pretty bummed for the guy, except he like left this country in total shambles. He needs a spa break, I think.
Posted by: Allegria Spa | 22.02.2009 | 13:09:10
—————————————-
Ðersónur en ekki flokka – það væri draumastaðan.
Posted by: Harpa J | 22.02.2009 | 13:47:21